Tyggingastofnun rannsökuð!

 Starfshætti  Tryggingastofnunar verður að rannsaka með sama hætti og lífeyrissjóðina og hrunbankana. Ef eldri borgari á ævisparnað til að njóta elliáranna  er honum „löglega stolið“, reglulega berast inn um lúguna bréf:  'Því miður verðum við að skerða lífeyri yðar vegna "greiðsluerfiðleika". ''því miður verðum við að skerða greiðslur frá okkur vegna fjármagnstekna yðar''  Engu er eirt,  hinir látnu fá  bréf í veikri von um svar að handan; ríkisvaldið munar ekki um að brjóta á eldri borgurum þótt  lífeyrir þeirra  sé varinn réttur í stjórnarskrá.

Rannsaka verður starfsemi Tryggingastofnunar og þau lög sem halda utan um starfsemina, lífeyrisþegum/þjóðinni gerð grein fyrir mistökum og röngum  vinnubrögðum. Starfsháttum breytt, nýtt fólk ráðið.

Félagsleg gildi er þróuðust á síðustu  öld eru á undanhaldi í samfélaginu;  réttindi þeirra er minna mega sín, sjúkir, aldraðir og fatlaðir bera sífellt minna úr bítum. Þótt hér sé við völd svokölluð „félagshyggjustjórn“ hafa kjör umræddra hópa hríðversnað en ekki eingöngu vegna efnahagshrunsins heldur hefur ríkisstjórnin beinlínis rifið niður það sem áunnist hefur.

 Grunnlífeyri eldri borgara var afnumin án nokkurs samráðs við þá,  gjörningur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur   barði "smiðshöggið" á stjórnarskrárvarin réttindi lífyrisþega.

Draga þarf lærdóm af því sem gerðist; annars er félagsleg velferð komandi kynslóða fyrir borð borin um alla framtíðBanditHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband