Kristileg gildi á undanhaldi í samfélaginu?

Þegar litið er yfir atburði síðustu viku og daga kemur fyrst upp í hugann: Lítil langveik stúlka er ekki þótti ástæða til að gæti átt lengra líf fyrir höndum vegna sjúkdómsins er hrjáir hana. Móðir litlu stúlkunnar sætti sig ekki við úrskurðinn, hélt   til Englands á sjúkrahús með barnið þrátt fyrir að hún hefði verið sett í farbann af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur; síðan lögsótt af umræddri nefnd og nálgunarbann sett á móðurina  við barnið  nema undir eftirliti; samt sem áður hafði  móðirin annast barnið meira og minna í veikindum þess.

Iðnaðarsilikon í brjóstum kvenna var í brennidepli, tugir íslenskra kvenna sitja uppi með heilsuspillandi silikon í brjóstum sínum  ekki séð fyrir endann á þeirri læknisaðgerð; þó hefur landlæknir lýst  yfir að silikonið skuli  fjarlægt úr umræddum konum þeim að kostnaðarlausu.

 

Dramtískt viðtal var við Eirík Inga  Jóhnnson, sjómann í Kastljósi RÚV, er komst einn lífs af sökkvandi skipi í stórsjó og óveðri við strendur Noregs, eftir að hafi verið marga klukktíma í sjónum. Þeim er á horfðu mun tæplega líða úr minni frásögn Eiríks Inga; harmi slegnum eftir að hafa misst félaga sína sýndi hann styrk og æðruleysi,  lýsti baráttu sinni einn síns liðs út á reginhafi í myrkri og óveðri;  missti aldrei vonina og viljann til lifa.

Samvæmt ofangreindu kemur fyrst upp í hugann barátta og hugrekki við óviðráðanleg náttúruöfl  hins vegar stofnanir/kerfi er virðist vinna eingöngu á "faglegum forsendum" en einstaklingurinn hafi lítil áhrif á hvort hann lifir eða deyr?.

Enginn ræður við óblíð náttúruöfl, kraftaverk að Eiríkur Ingi komst lífs af í  hildarleiknum við þau; hvað sem tækni og  vísindum líður  eru náttúröflin söm við sig.

Hins vegar er ógnvekjandi ef mannlífinu er stjórnað  kerfislægt, hafi  líf og dauða í hendi sér; þá eru vísindin komin á ómanneskjulega braut þar sem virðing fyrir lífinu sjálfu virðist takmörkuð jafnvel svari ekki kostnaði í sumum tilfellum; græðgi og grimmd  náð fótfestu en manúnðog  mildi  á undanhaldi?

Vestræn þjóðfélög eru sprottin frá kristnum gildum,  viðmið hjúkrunar og læknisþjónustu þróuðust á þeim grunni; nú virðast  komin önnur ráðandi öfl; jafnvel   peningar og  græðgi hafi haft áhrif á læknismeðferðina með silikon í brjóstum. Er  ytra og innra   eftirlit heilbrigðiskerfisins ábótavant?

 

Biblían:

 

Mk.10  25-37

25Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista hans og mælti: Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?
26Jesús sagði við hann: Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?
27Hann svaraði: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.
28Jesús sagði við hann: Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa.
29En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: Hver er þá náungi minn?
30Því svaraði Jesús svo: Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona.
31Svo vildi til, að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn, en sveigði fram hjá.
32Eins kom og levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá.
33En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum, og er hann sá hann, kenndi hann í brjósti um hann,
34gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann.
35Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meiru til, skal ég borga þér, þegar ég kem aftur.
36Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræningjum?
37Hann mælti: Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum. Jesús sagði þá við hann: Far þú og gjör hið sama.

 

-Miskunnsami samverjinn  aumkaði sig yfir dauðvona manninn þegar  allir höfðu gengið fram hjá ekki ómaksins vert að rétta hjálparhönd;  batt um  sár hans og  kom honum í húsaskjól; sýndi kærleika og umhyggju ókunnum manni er á vegi hans varð.-

Boðskapur Krists er afdráttarlaus sá sem þarf hjálp er náungi okkar hvort sem við þekkjum hann eða ekki; kærleikur og  virðing fyrir lífinu ofar öllum stundargróða.    

  Góða helgiHappyHalo

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband