7.2.2012 | 04:26
Afnám verðtrygginar - eignaupptaka á lífeyrssjóðum og sparifé
Kristján Þór Júlíusson lýsti því í fjölmiðlum í gær að sparifjáreigendur hefðu engu tapað í hruninu, verið með belti og axlabönd þegar allt hrundi 2008; staðreyndin er að ellefu þúsund eldri borgarar töpuðu 30 milljörðum . (Mbl 27.11.08). Ef það sparifé sem eftir varð hefði ekki verið til staðar hefðu engin viðskipti farið fram, engar greiðslur hægt að greiða hvorki í formi kreditkorta eða peninga.
Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og óvissa er um þróun verðlags. Við þær aðstæður er ekki forsenda að gera langtímasamninga án verðtryggingar. Ef gjaldmiðill er sterkur og lítil verðbólga í langan tíma er forsenda fyrir langtíma samningum án verðtryggingar og jafnvel föstum vöxtum.
Allir heilvita menn hljóta að gera sér grein fyrir að hér er veikur gjaldmiðill og mikil óvissa um þróun verðlags; engin forsenda til að afnema verðtryggingu fyrr en stöðugleiki næst.
Breytilegir vextir geta að einhverju leyti komið í stað verðtryggingar. Þá breytast nafnvextirnir með verðbólgunni, þeir eru háir þegar hún er mikil en lækka ef dregur úr verðbólgu. En hafa slík lán marga kosti umfram verðtryggð lán? Þá geta vaxtagreiðslur sveiflast mjög mikið og henta ekki fólki með lágar tekjur þar sem verðbólga er mikil eins og hér á landi.
Slík lán gætu hentað þeim efnameiri; en afnám verðtryggingar er ekki lausn fyrir fjölskyldur með lág laun; hvers vegna voru ekki höfuðstólar þessa fólks færðir niður eins og ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði ráð fyrir; áður en vogunarsjóðir fengu bankana á silfurfati?
Árin 1972-1990 ríkti hér á landi óðaverðbólga þá voru vextir ákveðnir pólitískt, voru yfirleitt neikvæðir; þeir sem fengu lán efnuðust, keyptu eignir er hækkuðu með verðlaginu en lánið ekki; en hverjir greiddu? Sparifjáreigendur/eldri borgarar; skammarleg eignaupptaka, skammarlegur gróði þeirra er nutu forréttinda til lántöku.
Er Kristján Þór Júlíusson að boða eignaupptöku; því sem eftir er af lífeyrissjóðum og sparifé landsmanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook