Aldraðir og börn rænd eignum sínum?

Lýðskrum Kristjáns Þórs Júlíussonar, alþingismanns  kemur greinilega fram í grein hans/Exelskjali  (Mbl. 6.o2), þar boðar hann að sparfjáreigendur: börn og eldri borgarar greiði skuldavanda heimilanna. Undirrituð minnist þess ekki að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt  að ræna börn og aldraða sparifé sínu til afnáms verðtryggingunni; eða skuldir þeirra sem minni lán tóku yrði auknar fyrir þá sem  tóku hærri lán; auk þess er það stjórnarskrárbrot að ganga á eignir annarra með fyrrgreindum hætti 

Skuldavandi heimilanna verður ekki leystur nema greina vandann enn betur en hefur verið gert. Þeir sem ekki eiga fyrir skuldum þrátt fyrir góðar tekjur verða að semja um greiðsluaðlögun og lengingu lána; -geta breytt þeim í óverðtryggð lán ef það er hagkvæmt; með breytilegum vöxtum.

 Tekjulágar fjölskyldur með hóflegt húsnæðislán þurfa sértækar að gerðir og kæmi til greina að lækka skuldir þeirra. Hjón fjögra/fimm manna fjölskylda með 300-500 þús.  tekjur á mánuði hefur ekki möguleika til að greiða mánaðarlega kr 80. þús pr mán. af láni - og eiga  auk þess fyrir nauðþurftum.

Árin 1972-1990 ríkti hér á landi  óðaverðbólgu,  vextir ákveðnir pólitískt og voru yfirleitt neikvæðir; þeir sem fengu lán efnuðust, keyptu eignir er hækkuðu með verðlaginu; en spariféð brann upp. Sparifjáreigendur/eldri borgarar og börn voru látin borga; skammarleg eignaupptaka, skammarlegur gróði þeirra er nutu forréttinda til lántöku.

Er Kristján Þór Júlíusson að boða eignaupptöku á því sem eftir er af lífeyrissjóðum,  sparifé aldraðra og barna; - og með fyrrgreindum hugmyndum sínum lækka greiðslur til aldraðra og fatlaða er eiga nú þegar vart fyrir brýnustu nauðsynjum?SidewaysHalo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband