Ráðherra velferðarmála:" ekkert athugavert að hýrudraga eldri borgara"

 Kveður við nýjan tón hjá nýjum formanni Landssambands eldri borgara heldur en áður hefur verið; og er það ánægjulegt. Eldri borgarar ættu að fara að dæmi fatlaðra og höfða mál gegn ríkinu getur ekki verið löglegt að yfritaka lögmætar eignir þeirra og  skerða launin eins og henta þykir. Guðbjartur Hannesson, innainríkisráðherra lýsti yfir í fréttum í gær, að ekkert athugavert væri þótt almennur grunnlífeyrir eldri borgara hafi verið afnumin. Veit ráðherrann ekki að núverandi eldri borgarar hafa greitt í umræddan lífeyrissjóð frá sextán ára aldri og  hafa/höfðu eignarétt til bóta út honum samkvæmt stjórnarskrá.

 Eftir efnahagshrunið 2008 voru kjör eldri borgara skert um  20 - 40%, frítekjumark sparifjár var  takmarkað við kr. 98.640 þús; núverandi „velferðarstjórn“ bætti um betur og felldi úr gildi almennan grunnlífeyri 1. Júlí 2009.

Hvers vegna fær fólk  á  vinnualdri að halda launum sínum þótt það  vinni yfirvinnu eða eigi inneign í banka; en ef eldri borgari hefur  tæplega 100 þús kr  vaxtatekjur/laun er  skert króna á móti krónu; sett  lög eftir hentugleikum til að yfirtaka eignir; er nú svo komið að þeir eiga ekki lengur fyrir mannsæmandi nauðþurftum?

Er ekki skattakerfinu ætlað að sjá um að hver einn greiði skatta eftir tekjum sínum?

 Stjórnmálamenn/stjórnkerfið hafa óátalið nánast eyðilagt kjör eldriborgara,  telja sig hafa heimild  til að setja lög eftir geðþótta, yfirtaka eignir og tekjur;  gera tryggingakerfið að tekjujöfnunarkerfi/ölmusukerfi Ef svo heldur áfram sem horfir munu lífskjör  eldri borgara verða óbærileg ef ekkert verður að gert.

Félagsleg  gildi  í samfélaginu eru  á undanhaldi, að aldraðir eigi að njóta elliáranna  eftir langan starfsdag. Ekki verður lengur komist hjá virkri kjarabaráttu til að endurheimta aftur  umrædd gildi. Eldri borgurum  ber siðferðilega skylda gagnvart    komandi eldri kynslóðum að tryggja sér og þeim  mannsæmandi kjör í framtíðinni.     

Eldri borgarar verða að hefja  markvissa  baráttu fara að dæmi fatlaðra og lögsækja rétt sinn; hefja markvissa baráttu fyrir kjörum sínum  til að halda reisn sinni og mannsæmandi lífskjörum í framtíðinni.

        AngryHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband