10.2.2012 | 11:41
Gunnar Birgisson - er kjölfestan í Kópavogi
Undurrituð vonar að nýr meirihluti í Kópavogi beri gæfu til að stjórna bæjarmálum með festu og yfirsýn, eins manns meirihluti er ekki sterkt afl. Gunnar Birgisson sem sjötti maður gæti orðið kjölfestan þegar miðla þarf málum á réttlátan hátt. Hann hefur mikla reynslu í málefnum bæjarins getur horft til allra átta til félagslegra þátta og framkvæmda, ratað hinn gullna meðalveg.
Það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurskoða fyrir næstu bæjarstjórnakosnindngar eru prófkjörskosningar; að stórir hagsmunahópar geti ekki ráðið hverjir skipa efstu/efsta sætin eins og átti sér stað síðast. Nóg var að skrá sig í prófkjörskosningarnar á kosningadag. Krafan er að þeir kjósi í í prófkjörinu er hafi verið flokksbundnir í eitt ár.
Undirrituð telur að mikill lýðræðishalli hafi verið á umræddri kosningu, þeir er ekki kusu flokkinn í bæjarstjórnarkosningunum hafi ráðið för; ef rétt reynist veikir það meirihlutann enn frekar.
Næstu prófkjörskosningar Sjálfstæðisflokksins verða að enduspegla vilja flokksmanna en ekki að utanflokkafólk ráði þar för til að koma ákveðnum manni að; er þjónar sérhagsmunum einstakra íþróttfélaga eða annarra samtaka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook