Stjórnarskrá og landslög ekki virt?

Eins og kunnugt er dæmdi Hæstiréttur kosningar til stjórnlagaþings ólöglegar, ríkistjórn/ríkisvald sniðgekk dóminn og skipaði fyrrnefnt þing  að semja tillögur um nýja stjórnarskrá; ef markmiði er ekki náð löglega þá er skautað framhjá lögum; minnir óægilega á aðdraganda efnahagshrunsins en sömu aðferð var þá beitt í viðskiptum og stjórnarháttum. Auk þess var kosning  stjórnlagaþings ekki eftir núgildandi kosningalögum heldur  „geðótta ákvörðun“ þar sem nánast enginn fulltrúi kom af landbyggðinni.

Misvægi atkvæða þekkist í öðrum löndum er rökstutt á á þann veg  að setja aðstöðumun fámennis og fjölmennis í samhengi. Íbúar í Washington USA fá ekki kjósa til öldungadeildar í krafti  þess að þar situr  þingið. Misvægi atkvæða í Alaska og Kaliforníu er 1:54, bæði ríkin kjósa tvo fulltrúa til öldungadeildar.

Hjá ESB er misvægi atkvæða Möltu og Þýskalands 10:1. Ef Íslendingar ganga í ESB og hefðu jafnmarga þingmenn yrði misvægi atkvæða u.þ.b. 15:1; ekki heyrst annað en íslensk stjórnvöld geri kröfu til sama misvægis.

Misvægi atkvæði minnkar lýðræðishalla á fámennum afskekktum svæðum þar sem íbúar hafa lítil sem engin bein áhrif á stjórnarhætti. 

Hér landi virðist markmiðið vera að ákvarðanataka um stjórn landsins verði tekin nánast eingöngu á Reykjavíkursvæðinu; lýðræðishallinn verði lögleiddur gegn landsbyggðinni?

Lámark að ríkisstjórnin/stjórnvöld virði  núverandi landlög og stjórnarskrá; haldi trúverðugleika í stjórnarathöfnum sínum.SidewaysHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband