Ríkisrekinn sjávarútvegur - "rússnesk rúlletta"?

„... Rúmlega þrjú hundruð þúsund manna þjóð býr að því að hafa hér í nágrenninu, í hafinu, mikilvægustu sjávarauðlindir sem nokkur Evrópuþjóð á völ á. Okkur hefur tekist, þótt deilt sé um það kerfi, að varðveita þessar auðlindir en byggja öflugan sjávarútveg á þeim...", sagði forsetinn í ræðu sinni. Núverandi ríkisstjórn vill braska með fjöregg þjóðarinnar, sjávarútveginn, nefnd eftir nefnd skipuð  um hvernig fiskurinn skuli veiddur; - ekki annað séð en stefnan sé að afhenda ESB áðurnefnt fjöregg þjóðarinnar um aldur og ævi -

Fyrirkomulag veiða er  í megindráttum  í réttum farvegi; auðlindagjald  þarf að lögsetja í samræmi við raunhæfan rekstrarkostnað, taka tillit til raunhæfs kostnaðar hvers skips. Sjávarútvegurinn verður tæplega  rekinn eins og önnur fyrirtæki vegna þess að  veiðunum  er  takmörk sett með lögum.  Óhjákvæmilegt misvægi verður milli tegunda , skip geta þurft að leigja kvóta til að geta lokið veiði á óveiddum  kvóta -  fiskurinn veiðist ekki eftir  útreikningi í  exelskjali hjá  Hafrannsóknarstofnun.

Ríkisrekinn sjávarútvegur þar sem allur kvóti er boðinn upp þjónar aðeins pólitískri stefnu vinstri flokkanna verður „rússnesk rúlletta“– að geta bakkað upp pólitíska stefnu sína með fjöreggi þjóðarinnar –

Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar í fiskveiðum virðist fyrst og fremst snúast  um  pólitísk völd  ekki hvað er hagkvæmast fyrir þjóðina. FrownHalo

 


mbl.is Forsetinn: Ísland land tækifæranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband