Sjávarútvegur hrossakaup núverandi ríkisstjórnar?

 Kvótakerfið hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og orðið tilfinningalegt vandamál. Umræðan gefur ekki rétta mynd af veruleikanum. Upp í hugann koma  upphrópanir svo sem, “burt með gjafakvótann” eða “kvótakerfið burt.” 

“Svipað má segja um landbúnaðinn: Bændur fá milljarða gefins.” Í kjölfarið er þjóðin síðan spurð álits hvor hún eigi ekki kvótann og hún svarar: “Auðvitað eigum við auðlindirnar og kvótann.”

Markmiði stjórnunar umræddrar nýtingar, er að hóflega sé tekið af auðlindunum til hagsbóta fyrir þjóðarbúið og komandi kynslóðir

En hvers vegna er  umræðunni eingöngu beint að sjómönnum og bændum en ekki um nýtingu annarra auðlinda í landinu, nýtingu jarðvarmaorku, virkjun fallvatna og laxveiði? Nefna má til viðbótar sólarorku, vindorku og sjónvarpsrásir.  

Óhjákvæmilegt er að  fyrirtæki  sem gera auðlindir að betri lífskjörum fyrir þjóðina,  fái arð ef vel gengur rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Takmörkuð nýting með kvóta gerir óhjákvæmilega  verðmætin sem hér um ræðir verðmeiri  en kallar um leið á sífellt betri  rekstur fyrirtækja t.d. í sjávarútvegi til að skapa sem mest og best verðmæti.

Ekki verður hjá því komist að sjávarútvegsfyrirtækin frekar en önnur fyrirtæki fái rekstrahagnað/arð; það er eðlilegt og sanngjörn umbun.

Umræðan um stjórnarskrármálið er lítt skiljanleg, að setja þar sérstaka grein um  sjávarútveg honum til höfuðs, að því er virðist eingöngu til þjóðnýtingar. Nægileg trygging að auðlindir landsins   tilheyri óumdeilanlega fólkinu í landinu sem sjálfstæðri þjóð.

Verður sjávarútvegur og  aðrar auðlindir  þjóðnýting/ hrossakaup pólitísks valds núverandi ríkisstjórnar?

SidewaysHalo

 


mbl.is Ekkert samráð um frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband