4.3.2012 | 16:52
Fosetinn: - engu að tapa -mikið að vinna fyrir þjóðina
Enginn betri kostur í stöðunni en ef forsetinn situr áfram á Bessastöðum; virðist vera eini einstaklingurinn er nýtur verulegs trausts meðal þjóðarinnar. Þrátt fyrir allan dansinn í kringum útrásarvíkingana svokölluðu tók hann vinkilbeygju og stóð með þjóðinni er verst gegndi; þegar helstu foringjar stjórnmálanna brugðust , ætluð að láta þjóðina greiða skuldir braskara og óreiðumanna.
Þá hefur hann verið ötull talsmaður þjóðarinnar á erlendri grundu, skapað virðingu og traust þjóðinni til vegsemdar; en einnig á þeim vettvangi brugðust stjórnvöld og stjórnmálaflokkar siðferðilegum skyldum sínum við þjóðina.
Þótt Ólafur Ragnar Grímsson sé umdeildur vegna umræddra afskipta var hann einungis að gegna skyldum sínum sem forseti á mjög svo erfiðum tíma þar sem stjórnvöld og stjórnmálamenn voru rúin öllu trausti meðal þjóðarinnar.
Undirrituð hefur alltaf verið svarinn andstæðingur Ólafs Ragnars Grímssonar sem pólitíkusar og kaus hann ekki sem forseta í upphafi en skrifaði samt undir áskorun um að hann byði sig fram aftur og mun að sjálfsögðu kjósa hann til forseta.
Forsetinn á þakkir og heiður skilið fyrir ákvörðun sína sem verður þyrnum stráð leið; allt verður reynt til að hefta kosningu hans.
En hann hefur engu að tapa en mikið að vinna fyrir þjóð sína næstu tvö árin.
Ólafur Ragnar gefur kost á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook