4.3.2012 | 21:00
"Hápólitískt ríkissjónvarp!?
Kastljós fylgdi framboði forsetans eftir tæplega með hlutlausum hætti; fékk hápólitískan háskólaprófessor, stuðningsmann núverandi ríkisstjórnar til að segja álit sitt á forsetaframboði Ólafs Ragnars Grímssonar; taldi hann framboðið hápólitískt gegn ESB og Stjórnlagaþingi, ætti engan sinn líka í forsetakjöri.(Fréttir RÚV í kvöld)
Varla boðlegt að ríkissjónvarpið skyldi fram gegn sitjandi forseta með umræddum hætti; ekkert annað sjónarmið kom fram til mótvægis við hápólitíska háskólaprófessorinn með hápólitískar skoðanir.
Hvar eru mörk hlutleysis RÚV, að ekki megi hafa gagnstæðar skoðanir við núverandi ríkisstjórn og ráðaleysi hennar?
![]() |
Millileikur á óvissutímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.3.2012 kl. 08:21 | Facebook