14.2.2007 | 02:24
Náttúruminjasafn Íslands - í Perluna!
Samkvæmt upplýsingum menntamálanefndar Alþingis kom fram í viðtali við RUV ófremdarástand um að náttúruminjar þjóðarinnar væru á hrakhólum, lægju jafnvel undir skemmdum. Hér er nauðsynlegt fá úrbætur ekki seinna en strax. Varla er sú hugmynd vænleg að setja slíkt safn suður til Keflavíkur þótt húsnæði sé brýnt. Þrátt fyrir góðar samgöngur er safnið úr leið og getur tæplega þjónað þeim tilgangi að vera lifandi safn eins vel og ef það væri í Reykjavík. Er betur sett þar sem t.d. skólar geta farið þangað með nemendur sína og aðra menningarstarfsemi sem sótt yrði þangað.
Mörður Árnason, þingmaður sagði, að fram hefði komið sú hugmynd að setja safnið í Perluna, sem er bráðsnjöll hugmynd. Ef undirrituð man rétt mun það hafa verið hugmynd Kjarvals að bygga Perluna. Fáir listamenn hafa sungið íslenskri náttúru eins mikið lof með verkum sínum eins og Kjarval. Fer vel á því að náttútminjasafn þjóðarinnar verði sett í Perluna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:46 | Facebook