Einmana unglingar - ný viðmiðun í hraða nútímans?

Barnahjálð Sameinuðu þjóðanna hefur birt skýrslu um velferð barna í ríkustu löndum heims. Hvað okkur varðar er heilsufar barna með því besta sem gerist. Ungbarnadauði sá lægsti í heiminum. Hins vegar vekur athygli að að tíu prósent ungmenna telur sig vera utangarðs og einmana. Aðeins fjörutíu og fjögur prósent ungmenna sögðust setjast niður og ræða við foreldra sína.Við búum að því leyti við “andlega” fátækt sem ástæða er til að staldra við.

 Ekki er heldur viðundandi fyrir ríka þjóð eins og okkur að börnin eru aðeins miðlungi góð hvað varðar menntamál miðað við ríku þjóðirnar.. Sú spurning vaknar hvers vegna telur ungt fólk sig einmana. Er efnisleg viðmiðun það sem öllu máli skiptir? Er samfélagið nógu fjölskylduvænt? Eða áhersla í kennslu þurfi að vera með enn meiri  á siðræn gildi?

Rannsókn/könnun þyrfti að fara  um hvað siðfræðileg gildi vega þungt í kennslu. Ekki er langt síðan að greint var frá að lífsleikni væri ekki talin með í samræmdum prófum í tíunda bekk. Nú hefur verið gefið út  af Heimili og skóla að ræða skuli við börnin ekki bara meðan þau eru lítil heldur langt fram eftir aldri en eru það nægileg viðbrögð? Þarf ekki sértækar aðgeðir til að skoða málinn ofan í kjölinn hvers vegna ungmenni telji sig einmana? Er skólinn orðinn of stofnanakennur getur hann ekki sinnt börnum nægileg vel í samræðum? Kennt þeim að virða skoðanir annarra og setja fram rök fyrir máli sínu?

Börn nú til dags hafa svo langan skóladag að menntakerfið þarf að skoða umræddar niðurstöður í ljósi þess að hugað sé að persónulegum samskiptum innan skólanna með siðrænum hætti enn meira.

 Kristin trú er mjög vel fallin til þess að miðla umburðarlyndi og siðrænum gildum til barna og unglinga. Sama má segja um önnur trúarbrögð. Þótt út séu gefnar kennslubækur um trúmál þá gefur það tæplega eins mikinn árangur en ef kennslunni yrði  sinnt af  fagfólki á sviði trúarbragða.

Með allri virðingu fyrir kennaramenntun þá er henni takmörk sett hvað varðar að sinna öllum sviðum uppeldismála. Er kennslan í höndum fólks með nægilega menntun á sviði trúarbragaða? Hvernig er þessum málum háttað í menntakerfinu? Er þörf á nýrri stefnumörkun í ljósi þessara könnunnar frá SÞ? Eðlilegt væri að guðfræðingar/trúarbargaðafræðingar yrðu kennarar á þessu sviði innan skólanna.  Sanngjörn umræða jafnframt ákvarðanatöku  með  nýrri stefnumörkun innan skólanna gætu verið skref til að bæta úr einmanaleika ungmenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband