17.2.2007 | 01:40
Borgarsamfélag - mengun og umhvefisvernd.
Komið hefur fram töluverð gagnrýni um lagningu vegar yfir Kjöl af umhverfissinnum sem telja sig vera að vinna landi og þjóð gagn. Umhverfisvernd hér á landi hefur einkennst um of af tilfinningalegum áróðri heldur en rökum. Mengun er ekki mest áberandi á Kili eða Kárahnjúkum. Að stytta veginn um Kjöl til Akureyrar dregur úr mengun í byggð, gerir samgöngur greiðari og öruggari.
Hvað getur það gengið lengi að jeppar og vélsleðar þeysi um víðerni Íslands án nokkurra takmarkana? Slík umferð veldur mengun þegar til lengir tíma er litið með útblæstri og olíumengun sem skilar sér í byggð síðar og einnig til hafs. Geta jeppa - og vélsleðamenn ferðast óhindrað um víðerni Íslands eins og þeim sýnist? Rétt væri að takmarka slíka umferð við ákveðin svæði. Ef undirrituð man rétt er bönnuð almenn vélsleðaumferð um hálendi Japans. Verður ekki að setja frekari reglur um hálendið vegna sívaxandi fjölda vélknúinnar faratækja um hálendið, einnig vegna fjölda ferðamnna?
Sjálfskipaðir umhverfissinnar hafa ráðið umræðunni, sem alfarið hefur höfðað til tilfinninga frekar en hóflegri notkun á náttúrunni okkur til lífsviðurværis. Skemmst er að minnast borgarafundarins um virkjun Þjórsár þar sem meiri hluti fundarmanna voru aðkomumenn. Þar mátti greina harða umhverfissinna og pólitíkusa úr höfuðborginni og nágrenni. Það er auðvitað vænlegt að nota tilfinningalega umræðu um umhverfismál sem kosningamál.Undanfarið hefur þó örlaða á umræðunni um svifrik og mengun í þéttbýli, sem er talin valda verulegum skaða í öndunarfærum ekki síst í börnum.
Er forsvaranlegt að flestar virkjanir séu á eldvirku svæði hér sunnan lands? Móðir náttúra gæti brugðið á leik og hrist Reykjanesskagann og nágrenni með jarðskjálfta. Með tilheyrandi eyðileggingu á mannvirkjum.
Umferð almennings um fjöll og firnindi ætti að vera sem mest fótgangandi og ríðandi eins og áður þekktis fyrr á öldum hér á landi. Má ætla að af þvi verði eins lítil mengun og mögulega getur orðið. Tökum á þessari umræðu með meiri skynsemi og rökum en verið hefur til þessa. Nýtum móður náttúru hóflega með virðingu, góðri umgegni og skynsamlegri nýtingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook