Eiginmenn - blóm á sunnudaginn!

Fyrsti dagur Góu er á sunnudaginn sem helgaður er  giftum konum. Konudagurinn á sér langa hefð í sögu okkar. Eiginmenn vinsamlegast munið eftir okkur, elskunum ykkar. Blómin laða fram allt það besta í hjarta okkar. Við umvefjum ykkur með en meiri ást og umhyggju. Heitið  konudagur yfir fyrsta dag Góu varð algengt á síðustu öld. Heimildir frá Húsavík herma að þar hafi verið konudagur (og bóndadagur fyrsti dagur Þorra), 1841-1861. Konudagur kemur fyrst sem heiti í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og hjá álíka gömlum eða yngri höfundum. Heitið konudagur var tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins árið1927.Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar tóku blómaverslanir að auglýsa konudagsblóm á fyrsta degi góu. Fyrstu blaðaauglýsingar eru frá árinu 1957 og eru á þessa leið: “Konudagur, þá gefa allir góðir eiginmenn konum sínum blóm- kaupið blóm fyrir lokun á laugardag.

Félag garðyrkjubænda og blómaverslana.

Ofangreindur fróðleikur er tekin saman úr "Sögu Daganna" eftir Árna Björnsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband