Hádegismatur frá Hellu - til Dalvíkur?

Komið hefur fram í fréttum sú  furðuleg ráðstöfun  að flytja hádegismatinn frá Hellu norður til Dalvíkur. Maturinn er forsoðinn ekið norður, síðan hitaður og borin á borð fyrir skólanemendur. Hvað er eiginlega í gangi? Er verið að verksmiðjuvæða matinn handa börnunum okkar? 

Mjög einfalt er að matreiða allt frá tíu og upp í fleiri hundruð manns  með nýtísku gufuofni.  Gufuofnarnir eru þanning hannaðir að gufusjóða/steikja má allan mat þar með talið grænmeti á skjótan hátt. Einnig  t.d hrísgrjónagraut og kartöflur með  árangurstríkum hætti. Þá er hægt að breyta þessum ofnum með einni stillingu í bakstursofna.Undirrituð hefur reynslu af notkun slíkra ofna og eru þeir einfaldir í notkun og með innbyggðu hreinsikerfi. Talsver dýrir í innkaupum en skila sér fjótt í hollri og ódýrari matreiðslu.Undirrituð getur ekki skilið skýringuna á umræddu fyrirkomulagi. Virðist vera að skipulagning á verksmiðjumat sé vel á veg kominn? Verið að búa til störf með rangri einkavæðingu á rekstri skólamötuneyta? Bæði hér á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi er auðvelt að ná í úrvals hráefni. Eina sem þarf er að skólastjórnendur og bæjaryfirvöld taki á málinu með það fyrir augum að börnin okkar fái hollan og góðan mat úr fersku hráefni. Eins og undirrituð hefur áður sagt í grein í Morgublaðirn 17. febrúar s.l. Þá hefur aldrei mátt minnast á einkarekstur innan skólakerfisins ekki einu sinni nýta bestu kosti formsins. Matráður sem rekur alfarið mötuneyti innan hvers skóla er hollasta lausnin fyrir börnin – og rekstur á mötuneyti skólans. Lengi býr að fyrstu gerð. Börn í leikskóla sem fá hollan ferskan heimilismat matreiddan í gufuofni munu gera sömu kröfur í grunnskóla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Er það ekki frá SS á Hvolsvelli? En það er sama, ég þekki vel til í nokkrum skólum og leyfi mér að fullyrða að það sé sáralítið um að matur sé "eldaður" á staðnum. Þó eru þar víðast ofnar eins og þú talar um, og önnur eldunaraðstaða fullkomin. Allur matur kemur tilbúinn, af einhverju horni landsins og er svo hitaður upp á staðnum. Það eru fleiri en þú sem undrast.

Helga R. Einarsdóttir, 19.2.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir innlitið.

Mér fannst bara ástæða til að kalla skólastjórnendur til ábyrgðar ásamt bæjaryfirvöldum. Auðvitað er hægt að hafa unnin mat einstaka sinnum til hátíðarbrigða. Ekki málið. Hér í Kópavogi er góð eldurnaaðstða í nýja hluta Kópavogs. En ekki nýtt eins og ætti að vera. Tel að ætti að færa reksturinn undnan öðrum rekstri eins og ég lýsti. Hér liggja undarlegir hagsmunir að baki, sem ég kann  ekki að skýra.  Kveðja.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 19.2.2007 kl. 18:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband