Forseti Íslands - ekki þörf á stjórnarskrárbreytingu?

 Forseti Íslands setti fram þá skoðun í viðtali á sunnudaginn að fjölmiðlalögin hefðu verið óþörf. Það sýndi að ýmsir fréttaþættir og blöð hefðu ekki náð fram að ganga. Þess vegna  gæti hann sagt að neitun undirskriftar fjölmiðlalaga hefði verið rétt. Þá taldi hann stjórnarskrána hafa virkað vel og eins og ætlast er til. Það sýndu störf stjórnarskrárnefndar þar sem ekki hefði náðst samstaða um breytingar. Enginn hefur vanmetið stjórnarskrána. Hún er engu að síður samin í samfélagi með önnur viðmið að sumu leyti heldur en í dag. Þrátt fyrir 71. gr. stjórnarskár um prentfrelsi með ábyrgð á  orðum fyrir dómi, að aldrei  megi skerða prentfrelsi, þá er hún samin þegar nútíma fjölmiðlar í myndum og máli eru ekki til staðar. 

Nútíma fjölmiðlar eru miklu meira skoðanmyndandi. Má segja að kosningabarátta sé komin að stórun hluta í fjölmiðla Þessi staða kallar á nýja hugsun þar sem þörf er á fjölmiðlalögum með bakland í stjórnarskrá sem ekki er til staðar í núverandi stjórnarskrá. Breyta þarf koningalögum t.d. þannig að forsetinn hafi meirihluta kjósenda á bak við sig eftir tvennar kosningar eða hann þurfi 75% fylgi í fyrri kosningu. Það mun sennilega gera fjölmiðlum erfiðara fyrir með sjálfskipaða álitsgjafa og fjármagn að stýra kosningabaráttunni. Ekki verður fram hjá því horft að fjölmiðlar með fjársterkum fyrirtækjum munu reyna að beita áhrifum sínum. Slíkar kosningar gætu haft þau áhrif að kosning forsetans yrði meira og minna pólitísk. Staða hans sem sameingingartákn yrði ekki lengur til staðar.

Undirrituð fylgdist nokkuð með umræðum á Alþingi um umrætt fjölmiðlafrumvarp. Umræðurnar einkenndust mjög af heift út í þáverandi ríkistjórn. Virtist ekki síður vera markmiðið að koma henni frá en að hafna fjömiðlalögunum. Umræðan var vel studd með tilheyrandi fjölmiðlafári.

Ef gert er ráð fyrir neitunarvaldi forseta þarf að skýra það hlutverk betur og með hvaða hætti hann setur slíkt vald fram. Samkvæmt tilkipun nr. 82, 1943 er það forseti sem kveður ríkisráð til fundar. Er það venjulega samkvæmt tillögu forsætisráðherra. En einnig getur forseti kvatt ríkisráð til fundar af sjálfsdáðum (bls 37, Gunnar G Schram). Eðlilegt hefði verið að forsetinn hefði sýnt ríkisstjórn Íslands þá virðingu að kalla saman ríkisráðsfund og skýrt þar fyrst frá ákvörðun sinni með formlegum hætti.

Stað þess hélt hann blaðamanna fund í beinni útsendingu til útskýringar máli sínu í andrúmslofti þar sem skoðanir voru mjög skiptar. Að mati undirritaðra  má það teljast vafasamt að forsetinn héldi blaðamannafund  í  ljósi harkalegra umræðna með tilheyrandi fjölmiðalfári; þegar  andrúmsloftið í þjóðfélaginu var  meira í ljósi tilfinninga en með rökrænum hætti. Má segja að með því hafi forsetinn  með óbeinum hætti orðið til þess að hlutleysi hans sem forseta orki tvímælis?

Morgunblaðið greinir frá viðhorfum stjórnmálamanna til umrædds viðtals forsetans í dag. Ingibjörg Sólrún afsakar forsetann með því að hann hafi talaða í gamnsömum tón. Ekki þurfi að taka mikið mark á þeim. Forsetinn var ekki í viðtali í spaugstofunni heldur var hann að skýra afstöðu sína fyrir þjóðinn. Slík afstaða formanns  stjórnmálaflokks hlýtur að teljast ábyrgðarlaus skilaboð til flokksmanna,  "að forsetinn sé bara að gera gamni sínu."   

Yfirlýsing formanns Framsóknar var af öðrum toga: “Forseti  Íslands er hafinn yfir deilur og dægurmál og ég vil bregðast við í samræmi við þetta,” sagði Jón Sigurðsson formaður Framsóknar.” Ég get aðeins sagt, sem íslenskur þegn, að ýmsar skilgreiningar og stjórnlagaskýringar núverandi forseta Íslanda í sjónvarðsviðtali um helgina komu mér mjög á óvart og ég hef ekki heyrt þær eða séð fyrr.”

Íslenskir þegnar í landinu eiga rétt til, að  skilgreiningar og stjórnlagaskýringar um embætti forseta Íslands skuli vera með skýrum og ótvíræðum hætti. Til þess þarf breytingar á stjórnarskránni sem allra fyrst!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þessi athugasemd

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.2.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þessi athuasemd breytir engu um það sem ég er að benda á. Stjórnarskránni hefur verið breytt þegar nauðsyn hefur krafist þess og í ljósi nýrra tíma þarf að breyta ákveðnun köflum hennar.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.2.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þetta er ágæt grein Sigríður.

 Í stjórnlagafræði þá hefur verið talið að rammi forsetaembættisins sé nokkuð skýr. Um hann gilda sömu reglur og kóngin í danmörku og þjóðhöfðingja í öðrum þingræðisríkjum svo sem Indlandi.

 Þetta synjunarákvæði er svolítið sérstakt og menn vissu eiginlega ekki hvað það fæli í sér og vita ekki enn.

 Hins vegar hefur núverandi forseti komið með yfirlýsingar sem eru til þess fallnar að rugla menn  í ríminu og fá menn til að ímynda sér að forsetinn gegi beitt beitt sér í nokkru sem orkar tvímælis án samráðs við kjörna fulltrúa. Ég segi kjörna fulltrúa. Þó hann sé þjóðkjörinn hefur hann ekki umboð til annars eftir sínum kjörbréfi en að sinna þeim skildum með þeim takmörkunum sem embætti hefur samkvæmt stjórnskipunar og stjórnarfarsrétti. Hann hefur ekki umboð frá þjóðinni að fara gegn vilja kjörinnar ríkisstjórnar sem hefur hins vegar það hlutverk að marka stefnu svo sem í utanríkismálum.

Hegðun forseta kallar á það að í stað hefðarreglna og dulmáls sem allstaðar er við sömu kringumstæður og eru virtar í siðuðum löndum þá þarf að setja skýrar reglur hér i þessu bananalýðveldi.

 góðar stundir.

Jón Sigurgeirsson , 21.2.2007 kl. 01:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband