Hlutdrægt ríkisútvarp - hlutdrægur prófessor?

RÚV, hádegisfrétt dagsins : „Álitsgjafi/talsmaður“ fyrrv . „velferðarstjórnarinnar sálugu“, Gunnar Helgi Kristinson lýsti yfir „fræðilegri“ skoðun um hvort forsetinn skrifaði undir veiðigjaldalöginn eður ei – taldi hann meiri líkur á samþykki  hans – vegna þess að Sjálfstæðis- og framsóknarfólk hefði kosið hann til endurkjörs- forsetinn væri auk þess   í klemmu vegna  fyrri yfirlýsinga um beint lýðræði – en er það þá ekki rökrétt framhald að undirskriftir til forsetans gegn nefndum lögum  eru Samfylking, Vinstri grænir , Píratar og Björt framtíð?

Fjölmiðlaflóran hefur verið samtaka um að níða niður ísl. sjávarútveg, markvisst – skynsamlegar umræður með upplýsingum hafa  ekki farið fram.

 Að framansögðu er ekki nokkur von til þess að almenningur hafa nægilegar upplýsingar um málið – aðeins illskeyttan áróður-. Gunnar Helgi hélt því fram að 70% þjóðarinnar væri á móti frumvarpinu – er það fræðileg niðurstaða ekki hefur farið fram upplýsandi umræða  málið?

Íslenskur sjávarútvegur er  enn fjöregg þjóðarinnar – RÚV ætti að hafa  forystu um að upplýsa almenning um atvinnuveginn – enn ekki leiða fram hlutdræga prófessora með órökstuddar yfirlýsingar – til skammar bæði fyrir Háskóla Íslands og ríkisfjölmiðilinn.

Að framansögðu telur undirrituð að forsetinn skrifi undir lögin –  sé sjálfum sér samkvæmur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband