Skógrækt/landvernd - "hernaður gegn landinu".

Fréttablaðið birtir lítt áberandi frétt s.l. laugardag (6.o7, bls. 2)  þar sem greint er frá óverjandi ræktunaraðferðum  Skógræktar ríkisins til ræktunar skógi á Suðurlandi. Gróður   mýrlendis hafði verið eitraður til ræktunar skógs eftir þeirra smekk. Náttúrfræðistofnunin kallar þessa  ósvinnu, " hernað gegn landinu", sannarlega réttnefni.

Undirrituð man eftir í sinni heimabyggð austur á Héraði fyrir u.þ.b. 15 árum eða meira ,að Skógrækt ríkisins hóf plægingu með vinnuvél  vestan í  hinum og þessum holtum- mann sérstaklega eftir holti þar sem undirrituð þekkir vel til, vel gróin staður alls enginn uppblástur - næstu ár  eftir virtist það gróa upp -aðgerðin var víða framkvæmd án þess nokkur opinber skýring fengist- vægast sagt var aðgerðin níðingsháttur á landinu.

Að skógur hér á landi hafi verið vaxinn milli fjalls og fjöru er tæplega rétt. Hús voru alfarið byggð úr torfi og grjóti - timbur flutt inn í kirkjur fyrr á öldum. Kjarr hefur verið talsvert víða - var notað í kol til  smíða á  áhöldum/vopnum og eldivið - enda hefðum við ekki lifað af sem þjóð án kjarrsins - og sauðkindarinnar.

Gróður hér á landi er vex   frá upphafi landnáms á fullan rétt á sér ekki síst mýrargróðurinn í áðurnefndri frétt. Gróðurin landsins  vex og dafnar þrátt fyrir  óblítt veðurfar. -

Skógartegundir  vaxa í beltum eftir því  hvar þeir eru staðsettur á hnettinum það veit hvert skólabarn -þess vegna verður skógræktin háð takmörkunum - þótt undanfarið hlýindaskeið geti gefið einhvern innfluttan skóg.

Engan vegin réttlætanlegt að eyða okkar "heimskautagróðri"i fyrir annan gróður - þörf er á frekari aðgerðum/ eftirlits með stefnu í skógræktarmálum/-og landgræðslu  hér á landi - ekki hægt að Skógrækt ríkisins vaði um -  geri hvað sem er við viðkvæman gróður er vex hér á landi.

Besta landverndin er að beita landið hóflega - þá vex og dafnar gróðurinn- sem fyrir er í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband