9.7.2013 | 08:21
Fyrstu landnemar vestan hafs námu land í Utah
Undirrituð fór til Utha USA nýlega með Bændaferðum á Íslendingaslóðir - einnig litast um í Colorado og Arizona. Til Utha fluttu 410 manns frá Íslandi árin 1854-1914 fyrstir landnema vestan hafs- lítt hefur verið haldið á lofti afreki þeirra í skrifum um vesturfara -mun það vera vegna þess þeir voru mormónatrúar - lentu í andstöðu við kirkju og samfélag vegna trúar sinnar. Saga þeirra legið í þagnargildi þangað til bókin Eldur á ís(Fred E.Woods) kom út hér á landi árið 2007, saga mormóna hér heima og heiman.
Árið 2005, hundarð og fimmtíu árum eftir landnám fyrstu Íslendinga var afhjúpaður minnisvarði í Spanis Fork í Utha með áletrun nafna þeirra 410 landnema er námu þar land að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. - í ræðu sinn hvatti hann viðstadda til að minnast þeirra fátæku sjómanna og bænda, sem fluttu frá heimilum sínum á Íslandi til nýja landsins og jafnframt þeirrar arfleifðar er þeir létu eftir sig í Spanis Fork.
Forsetinn þakkaði af alhug Íslendifélaginu í Utha, Mormónum/Kirkju síðari daga heilagra og Gordon B. Hinckley forseta, fyrir framlag þeirra til íslensku þjóðarinnar, að minnast sameiginlegra arfleifðar okkar.
Stórbrotið og fagurt landslag er á hásléttum Bandaríkjanna á þessum slóðum með hrikaleg gljúfur og gil - vorum sjaldan undir 2000 m sjón er sögu ríkari
Dýpst í huga er samt sagan um íslenska landnámið og afrek Íslendinga í Utha saga sem undirrituð vissi ekki um þrátt fyrir að hafa lesið flestar bækur um landnám Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:29 | Facebook