Af sjávarútvegi ertu kominn

 Einn helsti penni  Fréttablaðsins Guðmundur Andri Thorsson brá sér til til Siglufjarðar  gekk um  Síldarminjasafnið (8.07,bls13). Hann skrifar: „Eitt af því sem er svo fallegt við síldarminjasafnið á Siglufirði er að þar er þessi  gamla undirstöðu- atvinnugrein okkar, sjávarútvegurinn, umvafinn kærleika og virðingu,  eins og vera ber“.

Síðan skrifar hann um núverandi skæklatog í málefnum sjávarvegsins og telur talsmenn greinarinnar vaða uppi með frekju og fruntalegum kveinstöfum – Guðmundur Andri tekur undir skæklatogið með upphrópunum í garð atvinnugreinarinnar.

Íslenskur sjávarútvegur á skilið meiri virðingu en upphrópanir  og skæklatog , atvinnuvegi er hefur staðið undir framförum þjóðarinnar á öllum sviðum án hans  engir háskólar – ekkert velferðarkerfi engin þéttbýli – engar tæknilegar framfarir; er enn okkar mikilvægasta atvinnugrein.

 Guðmundur ætti að taka sér ferð um landið til sjávar og sveita þar sem fólk vinnur  svipmikið í fasi og svipmóti veit að  það gegnir mikilsverðu hlutverki  ekki síður en síldarvinnufólkið  forðum er Guðmundur upplifði  á Síldarminjasafninu Siglufirði,  nútímaverkafólk  er með dugnaði sínum og útsjónarsemi og vinnugleði  horfir vonglatt til framtíðar þrátt fyrir fjármálahrun Íslands;  fjöregg okkar í bráð og lengd.

Þá  munu birtast uppbyggilegar greinar í Fréttablaðinu skrifaðar af Guðmundi Andra Thorssyni   um Íslenskan sjávarútveg,  skrifaðar af af virðingu og væntumþykju; vandamálin krufin til mergjar með málefnalegum hætti.HaloWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband