Forsetinn gæti rofið Alþingi -24.gr

Nú eru blikur á lofti vegna væntanlegra breytingar  á lögum um sjávarútveg á næsta ári. Sjávarútvegurinn hefur verið undir stöðugum áróðri frá síðustu ríkisstjórn og fjölmiðlaflórunni –um  það sem betur mætti fara og þarf að bæta í umræddri lögum; er  ekki rætt ofan í kjölinn.

Oft sama tuggan: „þjóðin á kvótann“, útgerðamenn eru kvótagreifar", þjófar eða þaðan af verra; aðeins gert til að slá ryki í augu almennings.

Þegar kvótinn var lögleiddur  breyttist verðgildi fyrirtækja í sjávarútvegi, skip/bátur urðu verðlaus ef þau  höfðu ekki veiðiheimild; rökrétt afleiðing af settum lögum. Sérstaða fyrirtækja í veiðum er  að afkoma þeirra var  heft með umræddum kvótalögum -  olli miklu tjóni í rekstri og afkomu stórra og smárra sjávarútvegsfyrirtækja-  auk þess að vera háð aflabrögðum hverju sinni.

Kvótalöginn eru komin til að vera hafa  komið í veg fyrir ofveiði – en  þurfa að vera í sífelldri endurskoðum hvað varða rekstrarhlið sjávarútvegsfyrirtækja.

Margir smærri bátar voru skertir svo mikið í heimildum að ekki var raunhæft að reka þá með hagnaði – hvað þá að framfleyta fjölskyldu. Lögin höfðu þau áhrif að hagræðing átti sér stað, smærri  bátum fækkaði, þeir sem lifðu af urðu stærri og betur út búnir til veiða lengra frá landi . Framangreint  er eitt lítið brot af þeim vanda og usla á smærri útgerðarstöðum - er kvótalögin ollu.

Sjávarútvegurinn má ekki vera pólitískt bitbein, stjórnmálamenn verða að komast að samkomulagi. Mikið  í húfi fyrir þjóðina að sjávarútvegurinn sé rekinn með þeim hætti að gefa sem mestan arð  til þjóðarinnar – síðast ekki síst að fyrirtækin geti haldið í horfinu í veiðum og tækni – geti skapað atvinnu þjónustu-fyrirtækjum í sjávarútveginum.

Stefna Samfylkingarinnar virðist vera að ná valdi yfir auðlindinni - deila og dottna með hana í eigin pólitískum tilgangi - ekki annað séð en  vinstra liðið hafi sömu stefnu.

Versta staða í  sjávarútvegi yrði ef stefna fyrri ríkisstjórnar fengi byr í seglin – að þjóðnýta fiskveiðarnar beint í ríkiskassann – síðan deilt og drottnað í nafni þjóðarinnar – að „þjóðin eigi  kvótann“.

24.gr. stjórnarskrárinnar er á þessa leið: „Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga,  áður en 2 mánuðir séu liðnir, frá því er það er rofið, enda  komi Alþingi saman eigi síðar en  8 mánuðum eftir, að það var rofið.  

Forsetinn er þjóðkjörinn og hefur því meira vald en ráðherra í þeim skilningi að ráðherrann er pólitískt kosinn af einum flokki þótt hann hafi meirihlutastjórn að baka sér. Ekki  óhugsandi að sú staða gæti komið upp, að forseti yrði að  rjúfa þing ef allt fer í bál og brand  -  engin sátt næðist  um sjávarútveginn.

En fyrst verður að fara fram umræða á málefnalegum nótum - en ekki skítkast og illmælgi sem borið hefur hæst í málefnum sjávarútvegsins - frá upphafi lagasetningu kvótalaganna..HaloFrown

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband