Forsetinn og þjóðin

 Forsetinn fer mjög fyrir brjóstið á Valgerði Bjarnadóttur, alþingismanni í Fréttablaðinu í dag. Stjórnmálamenn eiga að gera sér grein fyrir að forsetinn er þjóðkjörinn ; - hefur gripið til þessa valds er hann hefur samkvæmt stjórnarskrá á erfiðum tímum. Má nefna 26.gr. og 24. gr.hvernig sem lögspekingar túlka eða kokka saman annan skilning  er orðanna hljóðan skýr í framangreindum greinum stjórnarskrárinnar.

Engin ástæða að forsetann skrifaði ekki undir löginn um veiðigjaldið; aðeins valdið sundrung og deilum er þjóðin mátti  ekki við í erfiðu efnahagsástandi. Vel má vera  að fyrrverandi stjórnarandstaða í tíð „velferðarstjórnarinnar" sálugu“ hafi beitt málþófi en ekki af ástæðulausu. „Velferðarstjórnin“ gekk fram með óbilgirni og valdníðslu  í málefnum sjávarútvegs virti hagsmunaaðila ekki viðlits, úrræðaleysi í skuldamálum heimilinna, stjórnarskrármálið  þar sem gömlu stjórnarskránni skyldi hent fyrir borð og pólitísk stjórnarskrá undir forystu Samfylkingarinnar yrði  grundvöllur hinnar nýju stjórnskipunar, Icesave -samningana og innganga í ESB  er átti að troða niður í kok á þjóðinni.

 „Velferðarstjórnin“ skóp illdeilur og sundrung á þingi innan eigin raða og utan, einsdæmi að slíkt skuli gerast þegar mestu varðaði að ná samstöðu  vegna  mikilla  erfiðleika í stjórnun landsins.  Ekki annað hægt að segja en hún hafi tæplega  virt þing né þjóð viðlits í framangreindum málum.

 Forsetinn taldi sig knúinn  að grípa í taumana  þjóðinni til úrlausnar – var og er farsæl lausn þegar stjórnkerfið er í molum eftir eftir efnahagshrunið. Tæplega  útilokað að forsetinn muni gera það aftur – ef engin sátt er sjónmáli um mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar sjávarútveginn.

Gæti verið að Valgerður Bjarnadóttir tali niður til þjóðarinnar og forsetans – með framangreindri grein í Fréttablaðinu? HaloWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband