Loftárásir á sjávarútveginn!

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar í Fréttablaðið (12.07bls.16) þar sem hún telur sjávarútvegsmál hafi verið til umræðu um langt árabil, almenningur hafi upplýsta skoðun í deilumálum um þau. Hvaða "upplýstu skoðun" á Sigríður Ingibjörg við - eru það pólitískar áherslur Samfylkingarinnar að þjóðnýta aflaheimildir í nafni þjóðarinnar - með slagorðinu "þjóðin á kvótann"? Undirrituð fylgist vel með fréttum og fréttaþáttum -  man ekki  eftir vitrænni"upplýstri umræðu" um sjávarútveg og takmarkaðar veiðiheimildir samkvæmt lögum.

Hvað sem líður eignarhaldi á veiðiheimildum þá eru sjávarútvegsfyrirtæki vítt og breitt um landið með  lögbundna takmarkaða veiðiheimild - um það snýst málið.  Að fyrirtækin séu ekki sett í rekstrarlega gildu með óhóflegri skattainnheimtu. Ekki sé nægilegt fjármagn til endurnýjunar eða  reksturs þjónustufyrirtækja tengd veiðunum. Mikilvægt fyrir atvinnulífið, að myndist sem flest afleidd störf - úti á landi - og í þéttbýlinu þ.m.t. Reykjavíkursvæðið.

Á  tímabili"velferðarstjórnarinnar sálugu" virtist  pólitísk stefna í  sjávarútvegi vera,  að þjóðnýta allan kvótann og fiskimiðin í ríkiskassann  síðan  deilt og drottnað - útdeilt með póltískum markmiðum "í nafni þjóðarinnar;" -með slagorðinu "þjóðin á kvótann". Það var sú "upplýsta skoðun" er kom fram í fjölmiðlum,  síðan fylgt eftir á Alþingi með yfirgangi og græðgi af umræddri ríkisstjórn  er engin samstaða náðist um -  ekki einu sinni í Samfylkingunni.

Sjávarútvegsmálin þarf að ræða er  sýna fram  á þjóðnýtingarstefnu Samfylkingarinnar - hins vegar sýna fram  á rekstur  sjávarútvegsins og taka tillit til kostnaðar í rekstri: Dýr skip og bátar, veiðafæri, mannahald  síðast ekki síst þjónustufyrirtæki tengd veiðum og vinnslu; það er mergurinn málsins.

 Meðan marktæk upplýst umræða fer ekki fram eru skoðanakannanir og undirskriftir til þjóðaratkvæðis  á röngum forsendum; má segja þær marklausar.

Vandi sjávarútvegsins er stefna Samfylkingarinnar,   áróður og illa upplýst umræðu með illskeyttum slagorðum ;  þyrlað upp moldviðri slegið ryki  augu almennings.

Vonandi getur núverandi ríkisstjórn gripið í taumana  kveðið niður órökstuddan áróður og komið upplýstri umræður á framfæri í RÚV sem er þjóðarútvarp en ekki málpípa Samfylkingarinnar - einnig í  fleiri fjölmiðlum. Annars næst ekki samkomulag á Alþingi eða  þjóðarsátt  um sjávarútveginn. HaloWoundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband