19.7.2013 | 09:53
Ísland - vestræn samvinna farsælust
Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra skrifar athyglisverða grein ( Mbl. 17.07.13, bls. 25) þar sem hann telur vestræna samvinnu í stærra samhengi en verið hefur sé hagstætt fyrir Ísland viðskipti við Kína vill hann taka með varúð ekki láta þeim í té aðstöðu hér á landi með því að selja þeim stór landsvæði enda hafa þeir stórt sendiráð sem telst nægilegt. Það liggur í augum uppi að Kína er fyrst og fremst að tryggja aðstöðu sína á Norðurheimskautinu þegar og ef siglingaleið opnast tryggja nýtingu auðlinda á landi og hafsbotni - en ekki að byggja upp risavaxna gámahöfn í Finnafirði.
Síðan skrifar Einar: Fríverslun við Kína stuðlar að hagkvæmum viðskiptum, sem þó hafa lítið að segja um alla afkomu okkar. Það sama yrði ekki sagt um fríverslun og fjárfestingar milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, sem viðræður hófust um í Whashington í síðastliðinni viku . Nýtt efnahagssvæði efnahagssamskipta frjálsra lýðræðisríkja beggja vegna Atlantshafsins, mun leið til aukinnar atvinnu og samkeppnishæfni og þar með getu til að styðja þróun opinna og frjálsra þjóða. Sendiherrann hefur rétt fyrir sér vestræn samvinna er okkur farsælast eins og verið hefur.
En Einar Benediktsson telur að til þess Ísland geti tekið þátt framangreindri vest- evrópskri samvinnu þurfi Ísland að vera aðildarumsækjandi að Evrópusambandinu - en rökstyður ekki þá skoðun.
Enginn vafi er að fyrrgreindir samningar milli Evrópu og Bandaríkjanna er til að reyna að halda veldi sínu gagnvart vaxandi veldi austrænna ríkja.
Ísland er landfræðilega vel staðsett ef siglingaleið opnast á norðurheimskautinu engu verður um það breytt frekar en á dögum kalda stríðsins en þá var Ísland mikilvægt fyrir vestrænar þjóðir.
Hvers vegna ætti Ísland að vera aðili að ESB til að vera mikilvægt - kemur það ekki að sjálfu sér vegna landfræðilegra stöðu landsins?
Grænland er ekki aðili að ESB Danir leggja nú mikið upp úr sjálfstæði þeirra þótt þeir séu í sambandsríki þeirra.
Miðað við upplýsingar er komið hafa fram er biðstaða um aðildarumsókn í ESB skynsamlegasta niðurstaðan fyrir Ísland nú um stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook