22.7.2013 | 10:42
Siðlaus pistill í skjóli málfrelsis hjá RÚV -
Rithöfundar geta sagt hvað sem þeir vilja í sínum ritsmíðum án þess að vera í skjóli RÚV sem er skylt að virða hlutleysi samkvæmt lögum; þess vegna var pólitískur pistill Hallgríms Helgasonar um ákeðinn stjórnmálaflokk brot á lögum; á ekki erindi inn í menningarþætti RÚV. Listræni pistill Hallgríms Helgasonar var til umræðu í Vikulokin á RÚV s.l. laugardag með þáttöku listamannsins/skáldsins/stjórnmálamannsins - lítið "listrænt" kom frá honum. Steinunn Stefánsdóttir studdi dyggilega höfundinn lýsti fjálglega skoðun sinni um að rithöfundar/listamenn ættu að hafa fullkomið málfrelsi pistillinn hefði verið listasmíði skrifað af listamanni.
Hafa rithöfundar og blaðamenn hreiðrað um sig í skjóli RÚV -og listarinnar til að koma á framfæri pólitískum skoðunum sínum; til stuðnings svokölluðum vinstri flokkum?
Undirrituð fylgir ekki Framsóknarflokknum en umræddur pistill Hallgríms Helgasonar getur tæplega talist pólitísk umfjöllun á breiðum grundvelli eða list að raða saman fúkyrðum og fullyrðingum um ákveðinn flokk í ríkisfjölmiðinum í skjóli málfrelsis?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook