17.11.2013 | 14:10
Tapsárar konur í framboði
Aðalefni Sunnudagsmorguns á RÚV var álit Sunnu Valgerðardóttur og Heiðu Kristínar Helgadóttur um slakt gengi kvenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna um helgina héldu varla vatni fyrir vandlætingu hvorug óskaði Halldóri til hamingju með verðskuldaðan sigur.
Fylgdist vel með kosningabaráttunni enginn fjölmiðill var opanaður í margar vikur nema þar sem konur auglýstu framboð sitt inn á öllum spjallrásum blöstu þær við sjónum almennings. Karlmennirnir auglýstu líka en ekki eins mikið, Halldór langminnst auðvitað er gleðilegt ef konum gengur vel en að verðleikum ekki bara af glans-auglýsingum um ágæti sitt.
Minnir dálítið á framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta með RÚV í forystu ásamt öðrum fjölmiðlum kepptust við að búa til idealforseta. Þóra sjálf fékk aldrei frið eða tækifæri til að sýna hvað í henni bjó; því fór sem fór með allri virðingu fyrir Þóru.
Meira segja formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna gat ekki orða bundist án frambærilegra raka ; formaðurinn hefði vel getað sýnt þann drengsskap að óska Halldóri til hamingju með sigurinn.
Enginn verður óbarinn biskup það ættum við konur að hafa í huga allra síst að kveina og kvarta yfir ósigri.
Telur ólíklegt að listanum verði breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook