21.11.2013 | 12:02
ESB - styrkir eða mútur?
Lofgrein mikil að vöxtum birtist í fréttablaðinu í dag: ,...hvort sem er mælt í fjármagni eða fjölda fólks sem hefur tekið þátt í verkefnum. Íslendingar hafa fengið yfir 200 milljónir evra í styrki og meira en 25 þúsund manns verið á faraldsfæti á vegum styrkta verkefna. Saga EES- samningsins rakin frá 1993 og ýmsum starfsáætlunum lýst á framfaramálum: Tækniþróun,æskulýðs- og menningarmál og menntamál.
Með allri virðingu fyrir framförum er það umhugsunarvert; hvort himinháar styrkveitingar eingöngu frá ESB til lítillar þjóðar séu boðlegar til framfara?
Miklar hreytingar hafa orðið síðan 1993 og má draga í efa hvort umræddar starfsáætlanir ESB séu ennþá í fullu gildi. Miklar breytingar hafa orðið - nú eru stórveldin í austri, Kína, Japan og Indland áhrifavaldar í viðskiptum þangað hafa Evrópsk fyrir tæki flutt fyrirtæki í iðnaði þar sem launin eru mikið lægri en í heimalandinu. Síðan er varan seld á uppsprengdu verði á efnahagssvæði ESB og Bandaríkjunum.
Nú virðast þessi austrænu viðskiptaveldi ógna hagsmunum vesturveldanna alvöru viðræður eru í gangi um sameiningu ESB og Bandaríkjanna í viðskiptum þá eru auðlindir norðurslóða eftirsóttar og gætu orðið inni í myndinni.
Umhugsunarvert hver okkur staða verður þá? Að ganga á mála hjá ESB með styrkjum er hættuleg staða fyrir litla þjóð með eftirsóttar auðlindir nú og í framtíðinni; eru það ekki óbeinar mútur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook