22.11.2013 | 16:29
EES - samningi breytt í fríverlsunarsamning.
Athyglisverð grein eftir Hjörleif Guttormsson í Mbl. í dag bls. 35 þar sem hann fjallar um EES-samninginn og hann þurfi endurskoðunar við sem fyrst. Hann varaði við á sínum tíma yfirtöku fjórfrelsi innan markaðar ESB ekki síst frjálsrar fjármagnshreyfingar. En eins og kunnugt er hefur færibandaafgreiðsla Alþingis á tilskipunum ESB lengi verið ljóður á störfum þingsins Með því væri fórnað þeim stjórntækjum í efnahagsstarfsemi er þjóðir hafa lengi stuðst við.
Ennfremur skrifar Hjörleifur: Eftir efnahagshrunið 2008 benti þáverandi forsætisráðherra, Geir H Haarde, ítrekað á að EES-samningurinn og þá sérstaklega tilskipun nr. 94/197EB hefði valdið því að ekki hefði verið unnt að koma böndum á útþenslu íslensku bankanna. Nefnd tilskipun um innstæðutryggingakerfi var innleidd hér þegar árið 1996 og reglur hennar teknar í lög nr. 98/1999 sem voru í gildi við fall bankanna í október 2008.
Enn er glímt við afleiðingarnar, þar á meðal innstæður erlendra kröfuhafa hérlendis, snjóhengjan svonefnda. Vel má taka undir orð Hjörleifs þar sem hann segir að Evrópusinnar hafi alla tíð litið á EES- samningin sem vogarstöng til að koma Íslandi inn í ESB, orðrétt segir hann,Þess í stað standi augljós rök til þess að hefja endurskoðun samningsins með það fyrir augum að styrkja fullveldi þjóðarinnar og treysta lýðréttindi alþýðu
Það er mergurinn málsins umræddur samningu er brot á stjórnarskrá, heftir sjálfstæði okkar til að stjórna efnahagsmálum- og atvinnumálum. Hjörleifur hefur rétt fyrir sér að best færi á því að fá samningnum breytt í gagnkvæman fríverslunarsamning Íslands og Evrópusambandsins.
Góð lausn/undirbúningur þegar og ef Bandaríkin og ESB gera viðskiptasamning sín í milli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook