23.11.2013 | 17:34
Tengsl Íslands vestur um haf
Fróðlegt málþing um tengsl Íslands vestur um haf í viðskiptum og stjórnmálum var í Valhöll í dag er skipta miklu máli, teygja viðskiptin sig frá Kanada suður til Brasilíu og fara vaxandi. Hæst ber flugið vestur til Bandaríkjanna til margra annarra staða; flugið er tengt við Evrópuflug hér, margir ferðast um Keflavík beint til Evrópu og fer stórum vaxandi, einnig skapast sóknarfæri ferðamannaiðnaði.
Frí verslunarsamningur milli ESB og Bandaríkjanna mun skipta miklu máli nauðsynlegt að fylgjast vel með og lenda ekki út á kantinum í þeim viðskiptum. Þá munu margra áratuga vináttutengsl Íslands við Bandaríkin hafa mikið að segja geta veitt okkur stuðning og nauðsynlegt að rækta þau betur en gert var í tíð velferðarstjórnarinnar" sálugu sem smánaði bandaríska sendiherrann er hann var stöðvaður á leið til Bessastaða í opinbera móttöku einsdæmi í samskiptum vestrænna ríkja.
Nú reynir á hvað EES-ríkin munu gera tekst þeim að vera með án þess að ganga í ESB?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2013 kl. 14:00 | Facebook