24.11.2013 | 02:32
Maríukvæði (Halldór Kiljan Laxness)
Hjálpa þú mér helg og væn,
himnamóðirin bjarta:
legðu mína bljúgu bæn
barninu þínu að hjarta.
Þá munu ávalt grösin græn
í garðinum skarta,
í garðinum mínum skarta.
Bænheit rödd mín biður þín,
blessuð meðal fljóða;
vertu æ uns ævin dvín
inntak minna ljóða;
móðir guðs sé móðir mín
og móðir þjóða,
móðir allra þjóða.
Kenn mér að fara í för þín ein,
fram að himnaborðum,
leiddu þennan litla svein,
líkt og son þinn forðum.
Líkt og Krists sé heyrn mín hrein
að hlýða orðum,
hlýða þínum orðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook