Ætla Katrín og Bjarni að feta í fótspor Reinfeldts? (Í fullu gildi 2020)

Fróðlegt viðtal við Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar er í mbl  24.11, hann segir,“ Þegar Sósíaldemókratar voru við völd 2002-2006 hafði 300.000 Svíum verið breytt í „fyrirfram ellilífeyrisþega“. Það þýðir að meira en 140 manns var parkerað daglega á framfærslu hins opinbera. Þrátt fyrir að hjólin gengu í efnahagslífinu voru mælt í heilsársstörfum  690.000 Svíar annaðhvort skráðir atvinnulausir eða veikir“.

Reinfeldt hefur verið forsætisráðherra í átta ár, hvað gerði hann til koma í veg fyrir frekari kreppu þar? Hann fjármagnaðir ekki banka með skatttekjum lét eigendur bankanna axla sína ábyrgð – hann lækkaði skatta fólks með lágar tekjur og meðaltekjur og hækkaði skattleysismörk- hann betrumbætti sjúkratryggingakerfið – umbæturnar hafa skapað eftirspurn eftir atvinnu og skapað hvetjandi skilyrði fyrir eigið vinnuframlag- munurinn á Svíþjóð og öðrum með miklar skuldir á ríkissjóð er að Reinfeldt lét ekki skattgreiðendur standa undir reikningnum.

Er Reinfeldt fyrirmynd núverandi stjórnar hér til að reyna að sjá til þess að fólk með lágar tekjur sérstaklega barnafjölskyldur fái leiðréttingu?

Fjölskyldufólk sem hefur  200- 300 þúsund saman á mánuði, vinnur  12 tíma á dag , auk þess aðra hverja helgi til að ná endum saman, fólk sem hefur staðið í skilum við húsnæðislán er kaupgeta þeirra réði við fyrir hrun; en ekki í dag, fjölskyldufólk sem ekki getur haft börn sín í íþróttum, tónlist, ekki greitt fyrir tannlæknakostnað/tannréttingar eða fyrir öðrum sjálfsögðum þörfum sem ekki er greitt af ríki og skóla, þessi millistétt gat ekki notað 110% leiðina - enda ekki þeim ætluð -aðeins þeim sem "velferðarstjórnin sáluga" ætlaði að láta kjósa sig en það brást eins og kunnugt er.

 ÁFRAM  BJARNI OG SIGMUNDUR MEIRI RAUNVERULEG JAFNARI LÍFSKJÖR - NIÐUR MEÐ „JAFNAÐAR KAPÍTALISMA“ SAMFYLKINGAR/JAFNAÐARMANNA Á ÍSLANDI!AngryHalo (birt áður 2011)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband