Hærra launað fólk - situr á baki fátækra barnafjölskyldna?

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur  telur sig hafa þá sjálfsmynd að vera í millistétt ásamt fólki „upp til hópa“. (Fréttabl. 25.11 bls. 13) Ef til vill er erfiðara,  að skilgreina millistétt í okkar fámenna unga lýðveldi en hjá milljóna þjóðum sem í mörg hundruð ár hafa skipað sér í stéttir?

Guðmundur Andri virðist skilgreina millistétt eftir tekjum langskólamenntaðs fólks en ekki störfum sem sauðsvartur almenningu vinnur- minnist ekki á iðnmenntun, menntun sjómanna eða menntun lögreglufólks /slökkviliðs svo eitthvað sé nefnt. Hann segir,“ sumir sjómenn eru á forstjóralaunum“ en veit hann hvernig sjómenn vinna –veit hann hvað stór hluti af vinnulaunum þeirra er vegna langs vinnutíma – veit hann hvað þeir vinna marga mánuði á ári? Er hann búinn að gleyma að háskólamenntað fólk fær stóran hluta menntunar í háskólum hér á landi sem ríkið heldur uppi – er hann búinn að gleyma að Nóbelskáldið okkar hafði ekki langskólamenntun – en varð ágætlega bjargálna.

Síðan kemur gamla tuggan um verndun hagsmuna útvegsmanna og bænda – á kostnað almennings engin skýring hvers vegna- en eru sjávarútvegsfyrirtæki og bændur ekki fyrst og fremst fyrirtæki sem skaffa atvinnu og gjaldeyrir – en það er ef til vill ekki þjóðhagslegt? – Allar þjóðir er telja sig sjálfstæðar vernda atvinnu í eigin landi sérstakleg landbúnað á öllum sviðum.

 Engin trygging er fyrir ódýrari matvælum þótt innflutningur yrði frjáls – engin leið inn í ESB næsta áratug eða lengur – hvort ESB verður þá á leið- eða i orðið nýtt efnahagsbandalag með Bandaríkjunum/Brasilíu, Kanada,  gæti verið inni í myndinni?

Ef skilgreina á millistétt eftir tekjum þá eru það fjölskyldur almennt þar sem bæði hjón hafa ef til vill 200 til 400 þús. í tekjur samanlagt – tóku lán fyrir hrun sem þau höfðu kaupgetu til að greiða. Eftir hrun hafa þessa fjölskyldur í mesta lagi matinn ofan í sig flestar greiða af lánum sínum - barnafjölskyldur með umræddar tekjur geta ekki greitt tannviðgerðir/tannréttingar, íþróttir, tónlist eða annað  nauðsynlegt fyrir börnin sín er ríkið greiðir ekki.

 

Er það réttmætt/siðlegt að háskólagengið fólk/listamenn setjist  á bak  fátækrar  alþýðu og heimti hærri laun sem ekki er unnt að veita – á að halda áfram að níðast á fátæku barnafólki þótt það sé ekki háskólamenntað?

Framangreint fólk ætti að spyrja sig getum við lifað á þeim tekjum sem við höfum látið nægja hóflega launahækkun – ættu það ekki að spyrja sig  í leiðinni,  hvað getum við gert til að fátækar fjölskyldur geti séð fyrir börnum sínum með sómasamlegum hætti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband