Situr vel launað fólk á baki fátæku fjölskyldufólki?

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur telur sig hafa þá sjálfsmynd að vera í millistétt ásamt fólki "upp til hópa". (Fréttabl. 25.11.13.) Ef til vill er erfiðara, að skilgreina millistétt í okkar fámenna unga lýðveldi en hjá milljóna þjóðum sem í mörg hundruð ár hafa skipað sér í ótal stéttir?

Guðmundur Andri virðist skilgreina millistétt eftir tekjum langskólamenntaðs fólks en ekki störfum sem "ómenntaður" almenningur vinnur, minnist ekki á iðnmenntun, menntun sjómanna eða menntun lögreglufólks /slökkviliðs svo eitthvað sé nefnt. Hann segir," sumir sjómenn eru á forstjóralaunum", veit hann hvernig sjómenn vinna, veit hann hvað stór hluti af vinnulaunum þeirra er vegna langs vinnutíma, veit hann hvað þeir vinna marga mánuði á ári? Er Guðmundur Andri búinn að gleyma að háskólamenntað fólk fær stóran hluta menntunar sinnar í háskólum hér á landi sem ríkið heldur uppi, er hann búinn að gleyma að Nóbelskáldið okkar hafði ekki langskólamenntun en varð ágætlega bjargálna.

Síðan kemur gamla tuggan um verndun hagsmuna útvegsmanna og bænda á kostnað almennings engin skýring  hvers vegna? Eru sjávarútvegsfyrirtæki og bændur ekki fyrst og fremst fyrirtæki sem skaffa gjaldeyrir og atvinnu? Það er ef til vill ekki þjóðhagslegt? Flestar þjóðir er telja sig sjálfstæðar vernda atvinnu í eigin landi sérstaklega landbúnað á öllum sviðum.

Engin trygging er fyrir ódýrari matvælum þótt innflutningur yrði frjáls, engin leið inn í ESB næsta áratug eða lengur vegna efnahagsástands hér á landi. Hvort ESB verður þá á leið - eða orðið nýtt efnahagsbandalag með Bandaríkjunum/Brasilíu/ Kanada gæti orðið raunveruleiki?

Ef skilgreina á millistétt eftir tekjum má nefna barnafjölskyldur þar sem bæði hjón hafa um 200 til 400 þús. tekjur pr. mán. samanlagt tólf tíma á dag og aðra hverja helgi til ná endum saman. Fyrir efnahagshrunið höfðu umræddar fjölskyldur kaupgetu til að greiða afborganir lána. Eftir hrun eiga þessar fjölskyldur fyrir brýnustu þörfum flestar greiða þó ennþá af lánum sínum. Barnafjölskyldur með umræddar tekjur geta ekki greitt tannviðgerðir/tannréttingar, íþróttir, tónlist eða annað nauðsynlegt fyrir börnin sín er ríkið greiðir ekki.

Er það réttmætt/siðlegt að háskólagengið fólk/listamenn með mun hærri laun setjist á bak fátækrar alþýðu og heimti enn hærri laun sem ekki er unnt að veita, á að halda áfram að níðast á fátæku barnafólki þótt það sé ekki háskólamenntað?

Framangreint fólk ætti að spyrja sig, "getum við lifað á þeim tekjum sem við höfum, látið nægja hóflega launahækkun"? - Ætti það ekki að spyrja sig í leiðinni, "hvað getum við gert til að fátækar fjölskyldur geti séð fyrir börnum sínum með sómasamlegum lífsmáta"?

 

Grein í Mbl. 30. nóv  s.l.: SIgríður Laufey Einarsdóttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband