6.12.2013 | 15:27
Mandela - stærsta nafn í Mannkynssögu nú um stundir
Það koma upp sterkar tilfinningar við fráfall Mandela er fórnaði ævi sinni fyrir frelsi meðborgara sinna; ekki með vopnum heldur með staðfestu og frið í huga hélt hann ótrauður baráttunni áfram; engir ungir drengir sem áttu framtíð fyrir sér féllu; eins og átti sér stað í tveimur heimsstyrjöldum á síðustu öld.
En þeir góðu drengir féllu vonandi ekki til einskis; heldur vegna Mandela getum við getum við fyrir friði og réttlæti almennings barist án vopna.
Blessuð sé minning Mandela; hann hefur með framgöngu sinni sýnt fram á að barátta fyrir frelsi án vopna skilar árangri.
Hann hefur skrifað eitt stærsta blað í sögu mannkyns um langa framtíð.
Útför Mandela verður 15. desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook