9.12.2013 | 08:39
"Iðnaðarkærleikur" eða - þróunaraðstoð.
Bakföll Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna um þróunaraðstoð voru ekki traustvekjandi í sunnudagsþætti Gísla Marteins á RÚV í gær. Vinstri velferðarstjórnin sáluga sá ekki fátækt í eigin landi hvað þá erlendis? Enginn efast um að fátækt fólk þurfi aðstoð í þróunarlöndunum en málið getur ekki snúist um að við getum bjargað heiminum ekki er verið að leggja þróunaraðstoð niður.
Samkvæmt fréttum skilar hjálp/þróunaraðstoð sér illa; líklega ekki nema einn þriðji eða minna sem kemst á endastöð - hitt fer í milliliði eða í hendur illa innrætts fólks því miður. Erfitt er þó að vita hið rétta alveg fyrir víst en ekki hefur heyrst um neitt eftirlit með framlögum til hjálpastofnana.
Er þróunaraðstoð orðin "lifibrauð hjálparfólks" samfara áróðri er líkja mætti við nokkurs konar iðnaðarkærleik . Myndir eru sýndar um mikinn árangur en eru þær alveg marktækar?
Við eigum í efnahagslegum vanda þurfum fyrst og fremst að hlúa að fátækum fjölskyldum og velferðakerfinu um allt land. Þá verðum við betur í stakk búin að takast á við stærri verkefni í þróunaraðstoð.
Hagræða til heilbrigðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook