RÚV - betra eftir niðurskurðinn?

Lítið er ennþá vart við verri dagsskrá RÚV (Rás 1) vegna niðurskurðar jafnvel batnað undanfarið; nú les einn besti upplesari  er komið hefur í ríkisútvarpið Hjörtur Pálsson  útvarpssögu eftir Karen Blixen (kl. 15) með miklum ágætum. Áreiðanlega eru til sögur lesnar af honum á RÚV er mætti endurlesa til menningarauka og skemmtunar.

Seint í  gærkvöldi hlustaði undirrituð á frábæra  tónleika frá Skálholti – dásamlegt rétt fyrir nóttina. Þættirnir er voru lagðir niður gengu  ár eftir ár án  nokkurrar endurnýjunar – lítil menning í þeim mörgum hverjum.

Vonandi lagast þátturinn Víðsjá,  þurfti lát Mandela til að heyra góðan þátt – ekki linnulausar auglýsingar um hvað listamenn séu að skapa – minnir dálítið á Nýju fötin keisarans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband