12.12.2013 | 14:09
"Eignalausir" í "eigin íbúðum"?
Stórir stofnendur eru að stofnun hjúkrunarheimilisins Eirar: Reykjavíkurborg, Mosfellsbær og Efling stéttarfélag. Ekki annað séð að með þegjandi stuðningi ætla umræddir aðilar að valta yfir eignir og rétt aldraðra er hafa trúað þeim fyrir ævisparnaði sínum. Íbúar Eirar greiða svokallaðan íbúðarétt, greiddu gjald fyrir til æviloka; auk þess hefur komið fram í fréttum að fólkið greiði fasteignagjöld að auki lítt skiljanlegt fyrir almennan borgara að greiða þau en eiga ekki íbúðina sem Eir hefur veðsett upp i topp.
Vonandi tekst Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni að ná tökum á þessu vægast sagt ljóta svikamáli gangnavart eldri borgurum er nú eiga um sárt að binda; vonandi tekst honum að draga til saka þá aðila er bera ábyrgð á rekstri Eirar.
Vill taka yfir rekstur Eirar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook