Þjóðfélag byggt á bjargi - ekki sandi.

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður vekur athygli í bloggi sínu um að varaformaður Samfylgingarinnar vilji létta tollum af sykruðum gosdrykkjum (með aukaefnum). Morgunblaðið telur Páll að hafi svipað álit á áfengi. Það sem gleymist í umræðunni er, að hinn fullkomni siðvæddi maður sem stenst allar freistingar, getur stjórnað sér fullkomnlega sjálfur er ekki til. Nasistar ætluðu að skapa slíkan mann með þúsund ára ríkinu, sem  endaði með hörmulegum afleiðingum fyrir milljónir manna.

Vitað er að áfengi  og sætir gosdrykkir valda sjúkdómum, sem samfélagið kemur til með að  greiða. Ekki er  óeðlilegt að þeir sem taka áhættuna  með óhollum neysluvenjum greiði meira í sköttum sem gjald til lækninga, félagslegrar aðstoðar og forvarna.Vandinn verður ekki leystur með lægri sköttum og áferðarfallegum ísmeygilegum auglýsingum um áfengi og óhollt matraræði, sem birtast reglulega í Morgunblaðinu eins og öðrum fjölmiðlum. Ekki er verjandi fyrir ritstjórn Morgunblaðsins að taka undir slíkan áróður. 

Ekkert þjóðfélag fær staðist án þess að setja sér  lög og reglur. Ekki getur frelsið gengið svo langt að lögmál frumkógarins séu siðferðileg viðmið þar sem sá sterkasti éti þann minni.Að umhyggja fyrir náunga sínum sé nær óþekkt fyrirbæri. 

Undirrituð  tekið undir að ekki er hægt að setja lög og reglur um allt sem gerist í mannlífinu. Vissulega mætti t.d. grisja reglugerðarfargandið við lög reglulega til að þau séu nothæf til að gæta réttlætis. Niðurfelling gosdrykkja- og áfengisskatta er ekki ásættanleg lausn. Vissulega eru fræðsla og forvarnir nauðsynlegar. Gera þarf meiri kröfur til menntunar barna og unglinga um uppeldi sem eflir sjálfsmynd, þroskar skoðanir þeirra í milli með rökum  og kristilegum gildum eru besta undirstaðan til að veita viðnám markaðasvæddum áróðri í neyslusamfélagi nútímans. 

Þegar horft er með augum guðfræðinnar á umræddan vanda kemur undirritaðri eftirfarandi ritningargrein í Nýja Testamentinu í hug, sem getur verið góður vegvísir á óskráð siðferðileg gildi: “Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggir hús sitt á bjargi. Nú kom steypiregn, vatnið flæddi, stomrar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi.Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggir hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á þvi húsi. Það féll, og fall þess var mikið.” (Mt. 24 - 27)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Alltaf heyrast raddir um að kirkjan verði óháð ríkinu og líklega mun enda svo. Eftir síðustu lagabreytingu kirkjunnar varð hún mun sjálfstæðari en áður.

Held ég muni rétt að þeir sem segja sig úr þjóðkirkjunni greiði sóknargjaldið til Háskóla Íslands. Leggja þá sitt að mörkum til að halda uppi menntun og siðvæddu þjóðfélagi.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.3.2007 kl. 03:22

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Neyslustýring með verðlagi er að mínu mati ill skárri en boð og bönn. Ég er hlintu henni í tekmörkuðu mæli.

Óhollufæði er heimsvandamál sem byrjað er að taka á erlendis. Á veitingahúsum í NY er bannað að nota herta fitu til steikinga.

Velferðarþjóðfélagið verður að verja sig með því að reyna að stuðla að hollum lífsvenjum, hreyfingu og hollum mat. Það sem ungur nemur gamall temur. Við verðum að stuðla að því að börnin okkar temji sér ekki óhollar lífsvenjur með hreyfingarleysi fyrir framan tölvur og sjónvörp og sætindina og fituáti.

Hins vegar eru fyrirbyggjandi aðferðir sjaldan "inn" hjá ráðamönnum. Við verðum að stuðla að breytingu þar.

Jón Sigurgeirsson , 8.3.2007 kl. 17:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband