11.3.2007 | 12:05
Hver er staða kirkjunnar í vandamálum líkt og Ásu Hjálmarsdóttur!?
Þessi hörmulega aftaka/árás á einstæða móður í nafni mannúðar kallar á umræðu. Hvernig getur slíkt átt sér stað í lýðræðislegu samfélagi eins og okkar? Það kemur fram í grein Mbl. að hér hafi komið að félaglagsmálavöld og kirkjan í nafni mannúðar og kærleika.
Hvað varðar kirkjuna þá hlýtur að verða spurt hver er staða hennar gangvart þeim sem minna mega sín eins og Ásu Hjálmarsdóttur? Kirkjan er þátttakandi í ýmsum góðgerðastofnunum: Rauða krossinum, hjálparstofnun sinni og fjölskylduhjáp.
Málið snýst ekki eingöngu um stofnanir heldur hvernig kirkjan sjálf rækir hlutverk sitt í boðskapnum sem felst í Miskunnsama samverjanum sem ekki eingöngu hjálpaði hinum sjúka manni heldur fylgdi eftir ákvörðun sinni um að svo skyldi verða.
Hægt er að lesa á heimasíðu kirkjunnar um svið kærleiksþjónustu og velmálasvið. Það er góðra gjalda vert af kirkjunni að ræða slik mál og hvernig þau sér best framkæmd en dálítið stofnanakennt. En hvað svo? Hvar á kirkjan að bera niður í samfélaginu til kærleiksríkra verka.
Er það nóg að hafa velmenntað fólk á Biskupstofu sem auðvitað vill allt það besta en er engu að síður í takmarkaðri nálægð við grasrótina. Það er mergurinn málsins.
Strúktúr kirkjnunnar er of stofnanakenndur og takmarkaðar aðgerðir til að sinna þeim sem minnst mega sín úti í samfélaginu.
Ef Kirkjan getur ekki staðsett sig í víðum skilningi úti í nútíma samfélagi þá þarf hún að huga að kristnum siðferðilegum/guðfræðilegum kærleiksboðskap Krists um hvernig hann starfaði meðal þeirra sem minnst mega sín.
Kirkjan í upphafi varði tíund til fátækra hér á landi. Vert væri fyrir kirkjuna/söfnuði að taka upp þá hugmynd að a.m.k. tíund verði tekin af tekjum hennar til að hafa fólk í sinni þjónustu sem væru starfsmenn í félaglsegum teymum félgsfræðinga og sálfræðinga í stofnunum úti samfélaginu.
Undirrituð telur að kirkjan hafi að mestu leyti hundsað þá viðleitni Guðfræðideildar Háskólans sem menntar djákna til starfa í samfélaglegri þjónustu úti í samfélaginu. Þeir vinna góð störf innan kirkjunar og sjúkrahúsa í afar takmörkuðum mæli.
Sú hugsun að ríkið eigi með beinum hætti eingöngu að sinna félagslegum vandamálum er ríkjandi í okkar samfélagi bæði hjá stjórnvöldum og almenningi. "Við þurfum ekki að huga neitt að þessum málum ríkið mun vel fyrir sjá." Það er hlutverk kirkjunnar að rækta með söfnuðum sínum hjálpsemi fyrir náunganum en ekki að vera stofnun í samfélginu sem er í litlum tengslum við raunverukeika fátæktar og slæmra stöðu þeirra sem minna mega sín.
Söfnuðir landsins nota fjárveitingu sína til rekstus kirknanna til uppbyggingar kórstarfi og barnastarfs. Það er góðra gjalda vert.
Ef kjarninn í boðskap Krists er óbeint sniðgenginn hvað varðar fólk eins Ásu Hjálmarsdóttur krefst nýrrar hugsunar af hálfu kirkjunnar manna hvernig að þeim málum verður staðið í framtíðinni.
Félagsleg vandamál koma inn á borð prestanna til úrlausnar sem þeir reyna að leysa af bestu getu. Nútíma þjóðféag krefst markvissari aðgerða af hálfu kirkjunnar vegna þess að prestar í stórum söfnuði eru önnum hlaðnir við safnaðarstarf sitt og embættisverk.
Kirkjan sem sýnileg í grasrótinni með kærleiksverkum og mannúðar stefnu og þátttöku úti í samfélaginu, gæti gert stöðu málefna þeirra sem misrétti eru beittir mannúðlegri.
Ekki mun standa á stuðningi fólks ef svo yrði frekar en á dögum Krists þegar hann fæddi mannfjöldann með fimm fiskum og allir fengu nóg að borða.
Ása Hjálmarsdóttir segist aldrei munu fyrirgefa, ekki heldur hinum megin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Facebook
Athugasemdir
Ásta skrifaði grein í Mbl.7. mars um þetta mál og lýkur henni með þessum orðum um þá menn sem ábyrgð bera á þessari aðför að henni: "Glæpamennirnir í þessu máli eru þeir sem taka saklaust barn frá móður sinni og skila ekki aftur fyrr en 18 mánuðum síðar, grindhoruðu og skemmdu á sálinni. Hvers vegna þurfa þessir menn ekki að svara fyrir gjörðir sínar?"
Einmitt. Afhverju eru þeir ekki leiddir fram til að svara fyrir gjörðir sínar. En það sýnist ekki vera á döfinni. Kannski að kirkjan ætti að beita sér fyrir því að draga þá fram. Allir virðast vera mjög vinsamlegir út í sjónvarmiðum Ástu og eigum við ekki að sýna það með því að taka hana á orðinu - taka hana alvarlega í raun?
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2007 kl. 12:22
Málið snýst ekki um að draga menn fyrir dómstóla samkvæmt boðskap Krists heldur að hlynna að fólki sem verður fyrir svo hörmulegri reynslu. Til þess þarf kirkjan/starfsmenn að haf beina aðkomu að félagslegum aðgerðum stjórnvalda.
Vanamálið snýst um að þeir sem hafa komið að þessu máli hafa ekki nægilega samúð og virðingu fyrir manneskjunni.
Hvað varðar líðan Ásu nú samkvæmt lýsingu hennar ætti hún að leita sér hjalpar hjá góðum presti. Það er skiljanlegt að hún geti ekki fyrirgefið. Fyrigefning er langt ferli að ganga í gegnum.
Hún hefur hafið það ferli með því að greina frá reyslu sinni. Ef hún heldur áfram gæti hún smá saman lifað við sárar minningar þanning að lífið sem eftir er verði henni hamingjusamt. Þökk sé henni fyrir sitt framlag með frásögn sinni sem verða mörgum til hjálpar. Megi góður Guð styrkja hana áfram.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.3.2007 kl. 12:55
Málið snýst líka um það, eins og Ásta segir, að menn beri ábyrgð á gerðum sínum. Ókey, ég drep mann. Á þá ekki að dæma mig? Nú er það Ásta sem virðist vera "vandamálið". Hún vill ekki fyrirgefa og þess vegna verður hún að læra það til að verða "hamingjusöm. Hver segor að hún sé það ekki Svo er kærleiksboðskapur Krists notaður sem skjól til að firra þá alla ábyrgð sem brutu á henni. Þú ert ekki sú eina sem er með svona málflutning en ég get ekki verið meira ósammála honum. Við sýnum í verki að við tökum mark á Ástu ef við leiðum fram þá sem ábyrgð bera á misgerðum við hana. Skoðun þín í þessu máli horfir framhjá réttlætisþættinum. Og mér finnst hann daðra við hið illa, Þeir sem fremja fólskuverk eiga ekki að bera ábyrgð á þeim en fórnarlömbin, Ásta, eiga að læra að fyrirgefa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2007 kl. 13:55
Ef
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2007 kl. 14:21
Ef kirkjan ætlar sér að koma að svona málum en horfa framhjá réttlætisþættinum ætti hún að láta það bara vera að skipta sér af þeim. Fyrirgefning einstaklings sem verður fyrir svona atviki tekur EKKI ábyrgðina frá þeim sem misgerðu við hann.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2007 kl. 14:23
Þú misskilur alveg boðskap Krists og óþarfi að gera mér upp orð að hann sé notaður sem skjól, það eru þín orð.
Kirkjan er ekki dómstóll hún er til að lina þjáningar okkar.
En Þú gætir t.d. farið í mál fyrir hönd Ásu og unnið það.
En það bætir ekki líðan Ásu eins og hún lýsir henni. Vegna hennar sjálfrar væri gott fyrir hana að leita sér hjálpar. Ofbeldið gagnvart henni verður ekki aftur tekið.
Má líkja því við dauðsfall okkar nánustu. Það er sorgarferli sem við verðum að læra að lifa við í sorg (og mundu!) einnig í gleði fyrst og fremst okkar vegna sjálfra.
Hitt er svo annað mál að frásögn Ásu verður að vera núverandi félagsmálastjórnun til viðvörunar og reyndar okkur öllum í samfélaginu.
Þetta kemur allt fram í grein minni. Í guðana bænum vertu málefnalegri eins og þú allta hefur verið!
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:13
Sú stefna harða stefna í uppeldi sem kemur fram í Breiðuvíkurmálinu er ekki byggð á kærleika Krists og hans siðferðilega boðskap.
Umrædd stefan er mótuð af félgsmálayyfirvöldum og má segja að Breiðuvíkurmálið virðist vera sýnishorn, ekki er mál Ásu betra eða heyrnleysingjaskólans?
Hafi prestar verið virkir í stefnumörkun í þessum málum eru þeir langt frá kærleiksboðskap Krists.
Þá er ekki síður nauðsynlegt fyrir kirkjuna að skerpa á boðskap sínum um kærleika og réttlæti til þeirra sem minna mega sín. Að ekki sé nú minnst á virðingu til allra manna jafnt.
Þegar allt kemur til alls er kirkjan "lýður Guðs á ferð til góðra verka" þar sem Kristur sjálfur er höfuðið. þessi lýður Guðs við sjálf sem teljuum okkur kristin verðum að halda vöku okkar með vilja Krists að leiðarljósi.
En er ekki vonska heimsins fyrst og fremst mannanna verk sem ekkert getur stöðvað nema að reyna að feta fótspor Krists. Reyna aftur og aftur þótt illa takist til vegna ófullkomleika okkar?
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.3.2007 kl. 18:12
Það voru virtir guðfræðingar sem komu að starfi á stúlknaheimilinu Bjargi, virtist nú ekki vera mikið af kærleika í því starfi. Kirkjan er náttröll.
Valgerður Sigurðardóttir, 11.3.2007 kl. 20:28
Þeir sem koma fram í nafni kirkjunnar án kærleika Krists eru ekki hans boðendur. Legg ekki dóm á Bjargsmálið sérstaklega þar sem ég þekki ekki til nema áeilu sem kom fram um sr. Auði Eir kvennaprest.
Kirkjunar menn eru ekki hafnir yfir gangrýni þótt þeir séu virtir guðfræðingar.
Takk fyrir undirtektir umræðan er mjög þörf til að betur megi takast í mannúðarmálum.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:45