Fylgistap Framsóknar vegna yfirgangs í Evrópumálum!?

Fylgi Framsóknar eykst lítillega og styttist óðum til kosninga. Virðast þeir nú fá fimmtíu prósent miðað við síðustu kosningar þ.e. sex menn. Hvers vegna gengur flokknum illa? Er það ekki vegna einstefnu og yfirgangs þeirra sem vilja ganga í Evróðpbandalagið. Helstu forystu -og valdamenn flokksins virðast vera hallir undir þá skoðun. Ekki nóg með það heldur hafa ýtt til hliðar þeim mönnum sem eru ekki fylgjendur ESB. Aðeins Guðni Ágústsson er í sviðsljósinu eftir að hörð  hríð var gerð að honum af flokksmönnum hans, sem ekki tóks enda væri flokkrinn svo gott sem búinn að vera ef Guðni væri ekki til staðar.  

Undirrituð man eftir þegar Svarar Gestsson þáverandi formaður Alþýðubandalagsins hlustaði ekki á konur sem vildu komast til valda í flokknum. Sigmund teiknaði eina af sínum gagnrýnustu myndum á gamansaman hátt þar sem Svavar er að klippa neðan af alskeggi sínu konurnar sem hann vildi losna við. Svona rússnesk rúlletta á ekki við í dag og gengur sem betur fer ekki upp. Upp úr því andrúmslofti var kvennalistinn stofnaður.

Í dag er Alþýðubandalagið ekki til í raun og Steingrímur hefur orðið að setja upp skotthúfuna með konum til að sýna afstöðu sína til kvenna. 

Ekki er líklegt að andstæðingar ESB í Framsókn muni stofan nýjan flokk en vafasamt að þeir treysti flokknum. Vinstri grænir munu sennilega  njóta góðs af þessum yfirgangi ESB-manna í Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn einnig því hann hefur sýnt lýðræðislega afstöðu í ESB-málinu þrátt fyrir að margir innan hans raða séu Evrópusinnar. 

Nú eru síðasta rækifæri fyrir Framsókn að fram komi menn auk Guðna sem ekki eru talsmenn ESB. 

Hvar stendur formaðurinn Jón Sigurðsson ætlar hann að fara bil beggja í orði og verki með því að virða skoðanir þeirra sem andstæðir eru ESB!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það er alveg ljóst eftir flokksþing Framsóknar að umsókn um aðild að ESB er ekki á dagskránni. Samþykkt var að halda áfram að skoða gögn um málið en staðan í dag er að ekki verður sótt að komast í ESB. Sú staða er ekki fyrir hendi.

Ragnar Bjarnason, 11.3.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Já, halda áfram að skoða gögn um málið er að fara framhjá málinu. Þeir sem eru andvígir hafa ekki brautargegni innan flokksins nema Guðni. Hverjir eru hinir?

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.3.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

.

Ragnar Bjarnason, 11.3.2007 kl. 23:47

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

t.d. Jón. Það sem stendur upp úr er sú staðreynd að almennir félagsmenn vildu setja málin þannig að ekki verði sótt um aðild að ESB á næstu árum. Við hins vegar vitum að hlutir geta breyst í framtíðinn og því er ekki hægt að segja aldrei ESB. Ég er ekki hlynntur aðild að ESB, algjörlega á móti því reyndar en ég veit að svo ólíklega gæti viljað til að það gæti orðið raunin í framtíðinni að svo verði og þá þarf að hafa öll hugsanleg gögn í höndunum til ákvarðanatöku. Ég veit fyrir víst að a.m.k 3 af fjórum efstu frambjóðendum flokksins (og tel reyndar að um sé að ræða 5 af 5 efstu þó ég viti það ekki fyrir víst) í NA kjördæmi eru sama sinnis og ég í þessu máli

Ragnar Bjarnason, 11.3.2007 kl. 23:47

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er rétt sem Ragnar segir að flokksþingið undir
forystu sá ágæta manns Jóns Sigurðssonar tók
afgerandi afstöðu gegn aðild Íslands að ESB.
Hef fjallað um þessa merku stefnubreytingu á
minni bloggsíðu. Þannig, Framsókn er öll að koma
til!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2007 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þótt flokksþingið hafi samþykkt afgerandi stöðu gegn ESB var það gert á ögurstundu þegar flokkurinn var nánast hrunin.

Hvar sem litast er um meðal áhrifamanna innan flokksins er ekki trúverðug afstaða. Nema hvað varðar Guðna Ágústsson.

Valgerður er svo ótrúverðug hvað þetta mál varðar, að hún gæti svo sem vel klofið flokkinn eða minnkað fylgið niður í allt að 0 prósent

Hef lýst ángægju minn með Jón á margan hátt en finnst hann loðinn í málum ESB. Ef til vill er það ekki réttlátt þar sem það  byggists á persónulegu kynnum af honum.

Að framansögðu þá er þetta íhugun úr grasrótinni og skiptir þess vegna engu máli fyrir flokkinn frekar en vanalega.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 12.3.2007 kl. 01:22

7 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson


Mér finnst þetta flottir pistlar hjá þér Sigríður en mér sárnaði að sjá alhæfingar hérna sem ég veit að standast ekki.

Ég veit ekki betur til en einmitt í Framsókn sé grasrótin með sterka og trausta rödd sem ávallt er tekið mark á og þetta veit ég af reynslu. 

Alhæfingar sem þessar eru ekki réttar. 

 Ég er ekki á því að ESB sé út af borðinu í Framsókn almennt eftir þetta Flokksþing en ég tel að málið sé komið í góða biðstöðu. Eins og jón sagði réttilega í yfirlitsræðu sinni:

"Við teljum ekki tímabært að taka núverandi afstöðu Íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafnvægi og varanlegan stöðugleika í efnahags-, atvinnu- og gjaldeyrismálum. Slíkt tekur ekki minna en 4–5 ár. Á þeim sama tíma breytast bæði samfélag okkar og Evrópusambandið sjálft og því eru langtímaákvarðanir um breytta stefnu ekki tímabærar nú."

 Er einhver vafi á því að ESB er ekki á borðinu sem stendur?

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 12.3.2007 kl. 11:36

8 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hvers vegna tók svona langan tíma að taka þessa ákvörðun og hvers vegna eru áhrifamenn innan flokksins aðallega yfirlýstir Evrópusinnar?

Var lengi í Framsókn en sagði mig úr flokknum vegna þessa yfirgangs um Evrópumál.

Þekki vel til í tveimur kjördæmum úti á landi svo erfitt er að segja að ég sé að alhæfa.

Þekki marga sem hafa sömu sögu að segja og ég.

Halldór var kosinn ár eftir ár með rússneskri kosningu eins og alltaf hefur tíðkast hjá flokknum.

Er sérstaklega sár út í Halldór Ásgrímsson sem mín fjölskyldi studdi alveg sérstaklega þegar hann fór í framboð fyrst. Það var ekki eina fjölskyldan sem gerði það hans vegna.

Óska ykkur alls góðs en það má mikið vera ef ég kýs Framsókn aftur eftir framkomu flokksins við Guðna Ágústsson, sem ekki einu sinni mátti vera varaformaður þangað til annar yrði kosinn. Verð að kalla slikar stjórnun rússneska stjórnarhætti. 

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 12.3.2007 kl. 14:45

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Framsókn er opin í báða enda og Jón formaður bara nokkuð góður í sínu hlutverki.  Ef róttækir femínismar fengju kaup á vændi bannað gæti flokkurinn ekki lengur selt sig og hyrfi af sviðinu.

Björn Heiðdal, 15.3.2007 kl. 00:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband