Kvótakerfi eða rússnesk rúlletta í fiskveiðum/fiskvinnslu - og útgerð.

Hvað felst í “sameign” þjóðarinnar á auðlindum/sjávarútvegi. Er stefnan að ríkisreka sjávarútveginn eða er verið að slá ryki á augun á fólki með ábyrgðarlausum slagorðum um þjóðareign vegna kosninga.

 

Óheftar veiðar fyrir setningu kvótakerfisins skiluðu ekki hagkvæmum rekstri eða nógu góðum gæðum með útfluttan fisk eða vinnslu í landi. Bæjarútgerðir með sameign útgerðar og sveitarfélagi haf  liðið undir lok vegna tapreksturs.

 

Breytingar á aðstæðum á útflutningi hafa nú orðið m.a vegna ódýrs vinnuafls í Kína. Dæmi um þær breytingar er fiskvinnsla Samherja á Dalvík, sem nú hagræðir rekstri vegna aukinnar samkeppni á heimsmarkaði.

 

Hvað varðar smærri útgerð þá hefur úflutningur á línufiski skilað góðum árangri vegna góðs hráefnis og markaðsetningar.

 

Settur var á byggðakvóti fyrir smærri byggðir sem átti að bæta útgerð í landi. Reynt var að setja skilyrði um að þeir smábátasjómenn sem fengju hann skyldu  leggja upp í heimabyggð án þess að neitt væri hugað að verði til trillusjómanna. Svona haftastefna skilar engu til lítilla byggðarlaga og allra síst góðum rekstri í fiskverkun. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er það markaðssetning og heimsmarkaðsverð sem ræður fislverði.

 

Norðausturhornið austan við Akrureyri hlýtur að þurfa að koma sér saman  um fiskverkun með skynsamlegum rekstri jafnframt markaðsetningu. “Smákóngar” í hverju þorpi geta ekki rekið fiskverkun með skynsamlegu viti í því markaðsumhverfi sem nú er erlendis.

 

Fiskveiðar byggjast enn á dugnaði og útsjónarsemi þeirra sem sækja miðin. Kvótakerfið breytir ekki þeirri staðreynd. Kvótakerfið getur ekki stjórnað veiðum alfarið. Þar spilar inn í hvað veiðist og hvernig gæftir eru. Ef t.d bátur hefur lokið sinni heimild,  t.d.á þorski. Þarf hann að kaupa/leigja heimild af öðrum til að veiða aðrar tegundir. Annars á viðkomandi á hættu að missa veiðiheimild sína ef þorskur "leyfir sér" að koma í veiðarfærin.  Sá sem á heimild þarf auðvitað líka að fá verð fyrir það sem hann leigir vegna fastakosnaðar á eigin útgerð.

 

Framagreind útskýring er afleiðing kvótakerfisins í hnotskurn. Aðstæður hafa skapast  á sölu/leigu með kvótann. Verðmyndunin skapast síðan af framboði og eftirspurn. Samt skilar sjávarútvegurinn miklum/ómetanlegum verðmætum í þjóðarbúið. Ekki hefur komið fram í umræðunni um annað fyrirkomulag sem hentar betur í fiskveiðum eða skilar meiri arði til þjóðarbúsins.

 

Seint mun finnast gallalaust kerfi. Haftastefna til reksturs á fiskvinnslu er ekki lausnin; það er ábyrgðarlaust hjal sem ekki getur orði veruleiki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þekki vel til trilluútgerðar á Bakkafirði þar sem ég var meðiegandi með manninum mínum um árabil og sótti sjóinn með honum í fimm ár.

Með tilkomu minni keyptum við bát og ætluðum að gera myndarlega út. Ekki var liðið árið þegar kvótinn var skertur um 30% þanning að ekki var mögulegt að reka útgerðina með nokkru viti.

Ef trillusjómenn hefðu ekki fengið þessa meðferð væru litlir staðir eins og Bakkafjörður betur settir.

Við bættist síðan illræmda sóknardagakerfið og verðfall á grásleppu. Þá féllust sjómenn ekki á þá kvöð sem fylgdi byggjðakvótanum að menn yrðu að leggja allan sinn kvóta upp á Bakkafirði án þess að nokkrir samningar um verð kæmi til greina.

Sjálstæðisflokkur og Kratar voru þá í stjórn með forystu Þorsteins Pálssonar. Staðan varð heldur betri  þegar framsókn tók við.

Ætla ekki að fara að rekja sorgarsögu fiskverkunar á Bakkafirði en þú getur fengið hana hjá manninum mínum á Bakkafirði. Hann þekkir hana manna best og var einn af stofnendum í upphafi. 

Samt sem áður standa eftir sterkustu trillusjómennirnir á Bakkafirði og eru undirstaðan í samfélaginu. Sumir þeirra verka fiskinn sinn sjálfir og gengur bara vel.

Get ekki séð að eins og staðan er í dag og ég myntist á í greininni a norðausturhornið verði að standa saman um fiskverkun ef það er mögulegt. Veit það ekki. Tel hvorki sé grundvöllur á Bakkafirði eða öðrum smástöðum til reksturs fiskvinnslu nema um samvinnu staðanna saman sé að ræða. En efast stórlega um það. Mætti samt reyna.

Samt sem áður hefur ekkert kerfi komið fram sem er betra en núverandi kerfi. Það virðist vera illskárst.

En

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.3.2007 kl. 09:38

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þakka þé undirtektir með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.3.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Hef alls ekki kvartað yfir kvótakerfinu sem slíku heldur hverning það var framkvæmt með skerðingum eins og lýsti í greininni.

Að með einu pennastriki voru þurrkaðaðar út 30% heimildir hjá trillusjómönnum. Til viðbótar voru svo settir vissir veiðidagar sem mátti fara á sjó beinlínis gert til að gera út af við þessa atvinnugrein. Þarna er embættismannakerfinu með lögfræðinga sína í fararbroddi rétt lýst, alveg ótrúlegt að slíkt geti gerst í lýðræðislandi.

Auðvitað hafði þessi aðgerð bein og óbein  áhrif á fiskvinnslu í landi með ófyrirsjáanlegum hætti.

Hvað varðar Samfylginguna (þá krata) sem stóð óbeint að þessum aðgerðurm (+Þorsteinn Pálsson) með sinni pólitísku stefnu þá loksins fær hún vonandi þá ráðningu sem vert er í næstu kosningum.

Nenni ekki að ræða um Ingibjörgu Sólrúnu, er búin að því nokkrum sinnum hér í blogginu.

Ekkert við því að gera að hún skaut undan sér fæturnar sjálf. Fyrsta skotið varð þegar hún stökk  úr borgarstjórnastólnum.

Síðan hefur hún verið með fundi með dylgjum og meinfýsni út sína eigin flokksmenn og stjórnarandstöðuna sem ekki skilaði nokkrum árangri.

Datt ekki eini sinni í hug að styðja Steinunni Valdísi þegar hún gekk fram fyrir skjöldu til að hækka smánarlaun þeirra lægst launuðu í borginni. Tónlistarhúsið var hennar eina kosningamál.

Þakka þér undirtektir en eini flokkurinn sem ég gæti aldrei hugsað mér að kjósa er Samfylkingin.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 20.3.2007 kl. 10:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband