Vín í matvöruverslanir - vill Björn Ingi auka sölu áfengis til almannaheilla!?

Er  ekki staða Framsóknar nógu slæm í komandi kosningum  þótt Björn Ingi beinlínis bæti ekki  um betur með ómálaefnalegum málflutningi um að áfengi verði  leyft í matvöruverslunum. Lög frá Alþingi fengust ekki afgreidd um það. Hverra hagsmuna er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík að ganga? Vitað er að a.m.k. tíu prósent landsmanna eiga við við áfengisvanda að stríða.

Fjölskylda sem tilheyrir hverjum og einum má allavega reikna fjóra til sex meðlimi til viðbótar. Auðvelt dæmi. Meira en helmingur þjóðarinnar tengist meira og minna áfengisvanda. Þar við bætist svo sterkari efni. Vitaða er að ungt fólk undir tvítugu skaðast varanlega  af neyslu áfengis. Munar um hvert ár sem að unglingar neyti ekki áfengis.

Öllum má vera ljóst að áfengi í matvöruverslunum  mun auka áfengisneyslu unglinga. Aðgengi áfengis er meira en nægilegt þótt ekki sé lengra gegnið. Hafa gráðugir víninnflytjendur svona mikil áhrif hjá Birni Inga? Velferð til almannaheilla virðist ekki ráða för?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég er þér innilega sammála.  Þó að frjálsræði sé almennt til góða verður að hafa aga á vissum hlutum.  Áfengi þarf að umgangast með varúð og taumhaldi og slíkt þarf að endurspeglast í opinberri stefnu einnig.  Það er vitað út frá faraldursfræðilegum rannsóknum að aukið aðgengi eykur neyslu.  Aukin neysla eykur svo aftur líkur á að fleiri missi tök á áfengisneyslu sinni.  Áfengi er ekki brauð og á að meðhöndla á sérstakan máta. 

Hins vegar finnst mér spurning hvort að ekki eigi leyfa sölu áfengis til alls sjálfráða fólks, þ.e. strax frá 18 ára aldri, en hugsanlega má færa góð rök fyrir því að halda núverandi aldurstakmarki.

kveðja

Svanur Sigurbjörnsson, 19.3.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir undirtektir. Hef oft verið hissa hvað bloggið mitt hefur fengið rúm í netblaði Mogga. Nú ber svo við að þessari færslu hefur verið alveg ýtt til hliðar.

Björn Ingi hefur hins vegar fengið góða auglýsingu fyrir bloggið sitt. Hann formaður barnamála í leikskólum hjá Reykjvíkurborg. Gott innleg til uppeldismálafrömuð. Ekki langt síðan hann var sakaður um að gefa unglingum bjór til að kjósa sig. Ljótur leikur ef satt er.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 19.3.2007 kl. 17:17

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband