Stjórnarskrárbreyting: Auðlindir Íslands verði ekki skiptimynt fyrir inngöngu í ESB!

Það sem veldur hvað mestum hita í umræðunni um inngöngu í ESB er ef  auðlindir okkar verða notaðar sem skiptimynt til að fá inngöngu. Þess vegna er nauðsynlegt að binda í stjórnarskrá, að hvorki megi semja um eða selja í milliríkjasamningum auðlindir sem tilheyra  landi  eða sjó hér við land.  

Ekki ásættanleg tilhugsun að auðlindir Íslands verði skiptimynt fyrir inngöngu í ESB. Miklar breytingar t.d. á stórveldinu Kína eiga eftir að hafa ófyrirsjánleg áhrif á efnahagslíf heimsins í framtíðinni líka á ESB. 

Hvernig verður staða Íslands í fíverlsunarsamningum ef gengið verður í ESB? Augnabliks hagsmunir okkar mega ekki ráða úrslitum. Það eina sem við getum gert með skynsemi er að halda okkur utan við ESB.  

Væri gott útspil fyrir Framsókn í komandi kosningum að gefa út yfirlýsingu um stuðning við framngreinda stjórnarskrábreytingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mer fynnst boð og bönn bara kvetja fólk til að brjota þau/Vin er ekki bannað og þess veggna verður að treista fólki/ekki þetta eyjlifa afturhald/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Stjórnaskráin er ramminn utan um lýðræðið en snýst ekkert um boð og bönn.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 19.3.2007 kl. 17:04

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Framsóknarflokkurinn gerði heiðalega tilraun til að koma þessu ákvæði inn á dögunum en stjórnarandstaðan kom í veg fyrir það undir
forystu Samfylkingarinnar. Trúlega vegna þess að ESB-sinnar þar á bæ vita að slíkt ákvæði brytur í bága við lög sambandsins þannig við yrðum gerðir hornreka með það göngum við í ESB.

Hef meiri áhyggjur af svokölluðu kvótahoppi  ef
við göngum inn í ESB. Þá kæmust fiskveiðiþjóðir ESB bakdyramegin inn í okkar fiskveiðilögsögu með því að eignast meirihluta í íslenzkum útgerðum og þar með kvóta og fiskveiðiréttindi. Hef marg oft spurt ESB-sinna hvernig þeir ætla að koma í veg fyrir það en engin svör fengið. Kvótahoppið hefur m.a lagt breskan  sjávarútveg í rúst eins og frægt er.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2007 kl. 21:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband