Öngstræti umræðunnar - um kvótakerfi og landbúnað?

Kvótakerfið hefur farið fyrir brjóstið á mörgum og orðið tilfinningalegt vandamál. Undecided Umræðan gefur ekki rétta mynd af veruleikanum. Kemur upp í hugann upphrópanir svo sem, “burt með gjafakvótann” eða “kvótakerfið burt.” Svipað má segja um landbúnaðinn: “Bændur fá milljarða gefins.” Í kjölfarið er þjóðin síðan spurð álits hvort hún eigi ekki kvótann og hún svarar: “Auðvitað eigum við auðlindirnar og kvótann.” Hvers vegna er  umræðunni eingöngu beint að sjómönnum og bændum en ekki um nýtingu annarra auðlinda í landinu, nýtingu jarðvarmaorku, virkjun fallvatna og laxveiði? Nefna má til viðbótar sólarorku, vindorku og sjónvarpsrásir.

Auðvitað  hlýtur að vera markmiðið stjórnun á umræddri nýtingu. Að hóflega sé tekið af auðlindunum til hagsbóta fyrir þjóðarbúið og komandi kynslóðir.   En seint verður fundin gallalaus lausn.Óhjákvæmilegt er að  fyrirtæki  sem gera þessi verðmæti að betri lífskjörum fyrir okkur fái arð ef vel gengur rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Lögvernduð takmörkuð nýting gerið þau verðmæti sem hér um ræðir verðmeiri  en kallar um leið á sífellt betri  rekstur fyrirtækja t.d. í sjávarútvegi til að skapa sem mest og best verðmæti. Ekki verður hjá því komist að sjávarútvegsfyrirtækin frekar en önnur fyrirtæki fái rekstrahagnað. Það er eðlilegt og sanngjörn umbun.

Vel má líkja þeirri stöðu sem upp kemur við viðskiptavild fyrirtækja sem skapast hjá vel reknum fyrirtækjum, gerir þau verðmæt, ákjósanleg til reksturs með hátt eignarverðmæti. Hófleg skattlagning auðlinda getur talist réttmæt en hvar á að setja mörkin um hvaða verðmæti eigi að skattleggja sérstaklega? Hvað um banka, verslanir og iðnað? Erum við viðskiptavinir og fyrirtæki ekki auðlind þeirra, sem skapa aftur verðmæta viðskiptavild sem metin er til verðs og seld með fyrirtækjum.

Undirrituð hefur alltaf átt erfitt með að skilja umræðuna um stjórnarskrármálið, að setja sérstaka grein útgerð og lanbúnaði til höfuðs, að því er virðist eingöngu til þjóðnýtingar. Virðist nægileg trygging að auðlindir landsins og í landhelgi tilheyri óumudeilanlega okkur sem sjálfstæðri þjóð.  

Eru þessar umræður um gjafkvóta og kvótakónga ekki löngu komnar í Öngstræti?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Mikill misskilningur hér á ferð. Umræðunni er ekki beint að sjómönnum og bændum heldur stjórnvöldum sem hafa afhent fáum útvöldum sérréttindi til að einoka atvinnugreinar sem voru öllum opnar. Við þá úthlutun var auk þess ekki jafnræðis gætt, þannig að allir sem höfðu haft sitt lífsviðurværi af greinunum fengju þar hlutdeild áfram, einsog í sjávarútveginum, þar sem réttur fiskvinnslufólks var algjörlega fyrir borð borinn.

Hliðstæðan við viðskiptavildina er ekki allskostar rétt, því þú getur venjulega unnið þér inn viðskiptavild með dugnaði og hæfileikum, í samkeppni við rekstur sem fyrir er á markaði, en þarft ekki alltaf að kaupa þér hana!

Okkur ber líka skylda til að stöðva þessa óheilla þróun, að atvinnuréttindum fólks sé svona pakkað saman sem söluvöru fáum til umráða! Hvenær kemur að því að við getum ekki ráðið okkur milliliðalaust í vinnu? S.k. starfsmannaleigum verði úthlutað einkarétti á að höndla með vinnuna okkar ,og hirða kúfinn af afrakstri brauðstrits okkar?

Augljós löngun er fyrir hendi hjá Sjálfgræðgisarmi stjórnarinnar til að afhenda vatns og jarðhitaréttindin fáum útvöldum til að höndla með o.s.frv.

Að síðustu er ekkert sem sannar að sjávarútvegur og landbúnaður sé betur rekinn með þeirri útfærslu stýringar sem hefur verið hér á landi! Þvert á móti gengur sífellt á fiskistofna.

Kristján H Theódórsson, 17.4.2007 kl. 09:46

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Áð mínu mati hafa stjórnvöld burgðist rétt við með því að takmarka nýtingu í sjávarútvegi og landbúnaði. Auðvitað þarf kerfið alltaf að vera í sífelldri endurskoðun og er það.

Kvótinn er sambærilegur við viðskiptavild vegna þess að hann er lögleitt  fyrirkomulag. Engu að síður byggist reksturinn á útsjónarsemi og dugnaði um það verður vart deilt.

Fyrirtæki í sjávarútvegi voru ekki betur rekinn meðan veiðin var frjáls og auðvitað þyrfti að rannsaka það ofan í kjölinn. Bæjarútgerðir með blandaða eignaraðild voru ekki vel rekinn fyrirtæki og lögðu upp laupana hvert af örðru.

Líklega vegna þess að vantaði kröfuna um vel rekið fyrirtæki. Einakafyrirtæki er illskárri.

Þá er ekki hægt að horfa fram hjá heimsmarkaði með fiskafurðir, þær eru í sífelldir þróun og endurnýjun. Nú er mikl samkeppni við stórþjóðir eins og Kína vegna þess að þar er vinnukraftur ódýr. Þá er um þessar mundir mikil áhersla á freskar fiskafurðir.

m.a. vegna misjafns verðs. Þekki það ekki gjörla. Kristinn Pétursson er auðvitað betur að sér í þeim málum og veit hvar skórinn kreppir.

Með kveðju og takk fyrir umræðuna.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.4.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Þar sem rætt er um misjafnt verð hefur hluti setningar fallið niður, er eftirfarandi:

Saltfiskverkun hefur gengið misjafnlega m.a. vegna þess að verð og markaður er staðbundinn og verið mjög breytilegt?

Þekki ekki saltfiskverkun nógu vel til að geta tjáð mið. Auðvitað veit Kristinn Pétursson allt um það. Kveðja.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.4.2007 kl. 10:35

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það var kannske nauðsynlegt að grípa til einhverrar takmörkunar í sjávarútveginum, því þar halda menn jú, að um takmarkaða auðlind sé að ræða. Það hefði hinsvegar mátt gera með öðrum hætti, og líklega umhverfisvænni, s.s. sóknartakmörkun, í formi daga og eða veiðarfæra. Hiklaust að banna t.d. bornvörpuveiðar sem víðast.

Í landbúnaðinum var hinsvegar engin þörf á kvótasetningu,þar þurfti aðeins að tengja markaðinn. Við getum alveg eins fært rök fyrir kvótasetningu í verslun eins og landbúnaði, og horfið þannig aftur til svörtustu tíma í verslunarsögu landsins, þegar kaupmenn fengu úthlutað einkaleyfi hjá kóngi, til að versla á ákveðnum höfnum landsins, og greiddu hæfilegt gjald fyrir . Svo var landsmönnum nauðugur einn kostur ,að versla við þessa "kvótahafa " verslunarinnar, sem þurftu þáekkert að óttast samkeppnina þótt þeir byðu maðkað mjöl og annað óæti!

Kristján H Theódórsson, 17.4.2007 kl. 11:19

5 Smámynd:  Valgerður Sigurðardóttir

Það fer nú fyrir brjóstið á landbúnaðarmafíunni að Mjólka skuli voga sér að framleiða fetaost og sýrðan rjóma án styrkja, ég kýs að kaupa fetaostinn frá þeim, hann er einfaldlega betri.

Valgerður Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 12:54

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er ótrúlegt ef þjóðin er búin að sætta sig við að grónum útgerðarplássum sé slátrað, íbúðarhúsnæði verfellt og fólkinu bannað að bjarga sér með því að nýta sögulegan rétt til fiskimiðanna. Er mannlíf inni í hagtölum?

Árni Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 15:19

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála þér Sigríður að þessi umræða um kvótakerfi og landbúnaðinn er komið í
öngstræti. Og vil bæta umhverfismálunum við líka!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2007 kl. 17:35

8 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Set hér mínar vangaveltur um málið (sem ég skrifaði á blogg mitt):

Ég var sammála Össur á kosningafundinum á Ísafirði i kvöld - Össur stóð sig vel. Ingibjörg Sólrún talaði um sátt í sjávarútvegsmálum á fundi LÍÚ fyrir um 2 árum, nú er Össur að undirstrika þann málflutning.

Einar K, eins ágætur og hann er (annað en flokksbróðir hans, Samgönguráðherra sem var ómögulegur í kvöld), var að reyna að verja vondan málstað - honum líður ekki vel með þetta -enda hefur Einar í umræðunni í gegnum árin, gert stöðu hans vonda í dag og hans málflutning ill verjanlegan. Grétar Mar kom greinilega á fundinn til að slást - mér líkaði það ekki. Aðrir höfðu minna til málanna að leggja. Maggi hafði t.d. ekki mikið fram að færa í umræðunni, ekki heldur sá sem var frá VG. Ólafur H, sagði einn góðan brandara - ég náði ekki samhengi í öðru sem hann sagði.

En samkvæmt könnunum er 70% þjóðarinnar óánægt með núverandi kvótakerfi, ég skrifaði um daginn mína greiningu á stöðunni og vona tel að hægt sé að sætta ansi marga með nokkrum aðgerðum. Hér er greiningin:

En hvað er það sem fólk er óánægt með? Samkvæmt minni ónákvæmu rannsókn er það helst eftirfarandi:

  1. Leiguliðastarfsemi og brask. Að verð á leigukvóta er nú að nálgast 200 kr/kg, meðan þoskverð er 260. Það þýðir að þú greiðir um 77% af verðmæti aflans til einhvers sem nennir ekki að veiða sinn kvóta sjálfur.
  2. Veiðiskylda. Að þeir sem fá úthlutað kvóta þurfi ekki að veiða hann sjálfir, heldur geta legið á meltunni og látið aðra vinna fyrir sig.
  3. Nýliðun. Meðan að leiguverð er um 200 kr/kg og eignarkvótaverð um 2.800 kr/kg er ekki hægt að reikna arðsemi af útgerð. Nema ef kvótaverð hækkar og þú selur seinna, eða að þú landar hjá sjálfum þér (ert bæði með veiðar og vinnslu) og greiðir sjómönnum undir markaðsverð (t.d. 140 kr/kg) og viktar aflann sjálfur (og hagræðir þér í hag með ísprósentu o.s.frv).
  4. Eignarréttur. Fólkið í landinu vill að auðlyndir séu í þjóðareign.

En hvað er til ráða? Ég held að það sé hægt að ná almennri sátt í sjávarútvegsmálum. Ég er þeirrar skoðunar að sjávarútvegurinn sé það skuldsettur að erfitt er að fara í of miklar og hraðar breytingar á kerfinu. Frekar að reyna að fremsta megni að sníða agnúana af.

Auka veiðiskylduna í skrefum. Á 3-5 árum ætti að vera hægt að auka veiðiskylduna úr 50% í 85%. þau 15% sem eftir eru má nota til að hagræða á milli tegunda. Þau skip sem lenda í alvarlegum bilunum eða öðru ófyrirsjáanlegum vandræðum (þetta þarf að skilgreina mjög nákvæmlega) geta fengið "læknisvottorð" á meðan á þessu stendur og vera á þeim tíma utan veiðiskyldu.

Aðskilja veiðar og vinnslu. Með það að markmiði að útgerð og fiskvinnsla séu ekki gerð upp sem sama fyrirtæki. Til að arðsemi hvors þáttar fyrir sig verði gegnsær.

Allur fiskur á markað. Með þessu móti verður til raunveruleg verðmyndun á sjávarafurðum, og í kjölfarið myndi leiguverð verða raunverulegt líka (sérstaklega þar sem búið er að aðskilja veiðar og vinnslu og menn geta því ekki notað vinnsluna til að hagræða á kostnað veiðanna).

Auðlindir eru þjóðareign. Almennilegt ákvæði í stjórnarskrá landsins eins og auðlindanefnd lagði til árið 2000.

Með þessu móti er komið til móts við þau óánægju sem er ríkjandi á meðal þjóðarinnar, kerfinu ekki kollsteypt og reynt að gera greinina að alvöru samkeppnisgrein.

Eggert Hjelm Herbertsson, 18.4.2007 kl. 10:25

9 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir umræðuna.

Hvað varðar smærri útgerðir þá voru veiðheimildir skertar svo mikið að þeir sem lifðu “helförina” af  höfðu ekki nægilegar tekjur til að halda uppi góðu lífsviðuværi. Þegar þeir sjá að verð á leigikvóta er hátt þá leigja þeir frá sér. Getur komið öðrum til góða. Að sjómenn nenni ekki að veiða eru getgátur. Hvort þetta sé í svo miklum mæli að það skipti máli í kvótkerfinu þarf að skilgreina. Nú þegar hafa þessar litlu heimildir orðið til þess að trillur hafa stækkað, keypt kvóta og fengið betri rekstrargrunvöll. Get fallist á að hækka veiðiskylduna en taka þarf tilit til ef aflabrestur verður og einnig hvort viðkmandi fisktegund er með viðundandi markaðsverð. Er sammála að aðskilja veiðar og vinnslu. Sú framkvæmt þarf að ræða við útgerðarmenn og fiskvinnslu á hverjum stað. Leggja niður byggðakvótann oa afhenda veiðiútgerðum á hverjum stað veiðiheimildir. Byggðakvóti er ekki góð lausn sem úthlutað er af pólitískum sveitastjórnum.Jafnvel þarf að færa markaðsmál í úflutningi heim í byggðarlögin  þannig að þeir sem eigi hagsmuni að gæta viti hvernig málin standa.Dæmi (munnleg heimild): Kanadamenn úhluta sjómönnum sínum auka-rækjukvóta til að fá þá til að veiða grásleppu til að halda verðinu niðri. Verðfall á grásleppu hefur valdið miklum búsifjum á Bakkafirði og fleiri smærri stöðum sem eiga mikið undir þeirri veiði. Kristinn Pétursson benti réttilega á í sjónvarpsviðtali að þessum málum væri stjórnað að sunnan, menn sætu á skrifstofu fjarri vandamálinu (vil bæta við sitja í glerhúsi) koma svo ferð eftir ferð á stofugang til eftirlits eins og Kristinn orðaði svo skemmtilega. Þótt könnun sýni að 70% þjóðarnnar vilji breyta kvóterfinu er það ekki martækt miðað við þá neikvæðuog hatursrfullu umræðu sem hefur farið fram um kvótakerfið. Ekki liggja nein rök fyrir um að betra sé að setja fiskinn á markað ef litið er til lengri tíma. Umræða með markvissum hætti þar sem reynt er að greina vandamálið til lengri tíma þarf að fara fram Þessi mál eru mjög viðkvæm og þurfa athugunar við með jákvæðum hætti.Umræðan þarf að fara fram í samráði við veiðiútgerð og fiskvinnslu á forsendum þess að sem mestur arður komi í þjóðarbúið.

Þá verður þjóðin ánægð! Allt tal um að þjóðin eigi landið og miðin er bara frasi til að slá ryki í augu almennings. Nóg er að auðlindir í lanhelgi og á landi tilheyri okku sem sjálfstæð þjóð, sem aldrei megi framlelja eða selja undir nokkrum kringumstæðum.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 18.4.2007 kl. 12:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband