"Kvótabrask í sjávarútvegi" - er nauðsynlegt.

Það kom fram á kosningafundi á Vestfjörðum hjá Vinstri grænum í sjónvarpinu í gær, að stöðva yrði  kvótabrask í sjávarútvegi. En hvað er kvótabrask og hvað er eðlileg leiga milli skipa/báta sem vantar fisktegund til að geta veitt þær fisktegundir sem heimild er fyrir? Að geta fært fisveiðiheimildir til dregur mjög úr brottkasti fisks. Eðlilegt er að leigan fari eftir verðmæti þess fisks sem vantar. Sá sem leigir þarf líka sitt og hefur væntanlega miðað rekstur sinn og afkomu við þá veiðiheimild sem hann hefur. En hefur getað veitt vel og ekki vantað fisktegundir til að geta haldið áfram veiðum. Ekki er óeðlilegt að markaðsverð hafi áhrif á umrædda leigu hvort sem hún er há eða lá hverju sinni.

Þeir sem ekki reka útgerð og eru að leigja kvóta verður að stöðva, það er hin rétta leið til að laga kvótakerfið. Alltaf reyna einhverjir svartir sauðir í greininni að finna leið til að fara framhjá settum reglum. Rétt eins og í öðrum atvinnigreinum. Fara á skjön við settar reglur og lög með lögfræðilegri aðstoð “svartra sauða.”  Umræðan um kvótakerfið má ekki snúast eingöngu um þessa fáu svöru sauði heldur verða vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi að njóta sannmælis. 

Vel þekkt er sagan um skessurnar tvær sem léku sér með fjöregg sitt. Hentu því á milli sín  í kæruleysi sér til gamans. Því fór sem fór. Önnur skessan náði ekki að grípa fjöreggið og báðar létu lífið vegna heimsku sinnar. 

Látum ekki eitt stærsta fjöregg þjóðarinna/sjávarútveg fara sömu leið með ábyrgðarlausri umræðu um sjávarútveginn.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað varð um fjöregg vestfirsku sjávarplássanna, eða áttu þau aldrei neitt fjöregg?

Árni Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 19:55

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vestfirðingar léku sér sjálfir að fjöreggum sínum og seldu kvótann sinn.

Virðast heldur ekki hafa staðið nógu vel saman um sín.

Samt er útgerð fyrir vestanað dafna eftir fréttum. Alla vega trilluútgerð. Þeir ættu að fá meiri kvóta eins og ég hef lagt til að smærri bátar fái.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 19.4.2007 kl. 20:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband