Núverandi ríkisstjórn áfram - hugmyndasnauð stjórnarandstaða?

Þorgerður Katrín Gunnarsdótti var spurð að því í dag (Saga) hvort henni hugnaðist áframhaldandi stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Hún svaraði því að ef stjórnin fengi meirhluta í komandi kosningum þá væri það ákveðin skilaboð. Það er mergurinn málsins að mati undirritaððra, þá eru skilaboðin sama ríkistjórn  áfram. Núverandi stjórn hefur komið mörgu góðu til leiðar í atvinnumálum og reynt eftir bestu getu að þoka velferðarmálum áfram.

Ef stjórnin fær umboð í kosningunum þá mun verða auðveldara að halda áfram á sömu braut til framfarla.Flokkarnir í stjórnaandstöðu virðast ekki hafa  sýnt málefnalega stjórnandstöðu  það sem af er í kosningabaráttunni. Það sýnir slakt gengi í skoðanakönnunum hvað eftir annað. Sem betur fer virðist  almenningur sjá í gegnum þessa ómálefnalegu og ekki skapandi málefni hjá Kaffibandalaginu./”Pulsubandalaginu Steingrímur og Ingibjörg Sólrún. 

Óbreytt ríkisstjórn mun verða fasæl niðurstaða í komandi kosningum ef framfarir félagslegar umbætur eiga að verða í samfélaginu á komandi árum. 

Gleðilegt sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hugsa oft til þess með hryllingi ef t.d Vinstri-grænir hefðu haft forystu fyrir
ríkisstjórn s.l 12 hvað íslenzkt samfélag væri á vegi statt.? Hvar væru allir
hundruðu milljarðanir sem einkavæðingin og útrásin hafa t.d skilað í
ríkisssjóð á s.l árum? Hér væri meiriháttar stöðnun, eymd og kreppa og
velferðakerfið á brauðfótum ef vinstra-græna afturhaldið hefði ráðið för.
Eða hvar Ísland væri á vegi statt ef Samfylkingin hefðu ráðið för.? Þá væri
íslenzkt fullveldi og sjálfstæði stórkostlega skert með aðild að ESB og
forræði yfir okkur auðugu fiskimiðum komin í hendur útlendinga. Sama
eymdin og kreppan og hjá Vinstri-grænum.

Þess vegna er það svo mikilvægt að ríkisstjórnin haldi velli. En til þess
þarf Framsóknarflokkurinn heldur betur að rísa úr kútnum á næstunni.
Það er frumforsenda  áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2007 kl. 19:58

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég hef sagt það áður og segi það enn.  Þeir sem hafa skýra málefnaafstöðu vinna kosningarnar, hinir tapa.

Júlíus Valsson, 19.4.2007 kl. 23:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband