29.4.2007 | 22:36
Jón Sigurðsson ráðherra á þing - framför til framtíðar!
Jón Sigurðsson kom vel fyrir sjónvarpinu í kvöld, fastur fyrir; málefnalegur með einlægan vilja til góðra verka. Þótt Framsókn sé í efiðri stöðu mun hann með sinni einörðu framkomu og kurteisi ná að auka fylgið fram að kosningum. Vonandi nægilega til að verða í næstu ríkisstjórn.
Farsælast fyrir þjóðina yrði að núverandi ríkistjórn héldi áfram. Ekki verða Vinstri grænir vænlegur kostur eftir yfirlýsingar sínar um sameiginlegar varnir í Norðuratlandshafi í samstarfi við frændþjóðir og Atlandshafsbandalagið. Afstöðu VG má telja ábyrðgðarlausa í svo mikilvægu máli bæði hvað varða varnir og björgunarstörf. Þá er Samfylking ekki vænlegur kostur í stjórnasamstarfi. Ekki góður kostur fyrir landsbyggðina (eða þjóðarhag) hvað varða landbúnað og sjávarútveg, sem hlýtur þó að vera kjölfestan þótt þjónustugreinar og menntamál verði jafnframt að efla eins og kostur er. Lákúruleg kosningbarátta í sjónvarpinu í kvöld hvernig Össur velti sér upp úr persónulegum málum Jónínu Bjartmars.Ekki vænleg kosninga barátta til að ná árangri. Yrði ekki hissa þótt málið snerist upp í andhverfu sína Framsókn í hag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2007 kl. 09:26 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert greinilega Framsóknarmanneskja ég studdi þann flokk líka lengi og starfaði fyrir hann á mörgum sviðum. En þegar flokkurinn fór að villast af leið og fylgdi ekki sinni stefnuskrá og jafnvel fór ekki eftir samþykktum síns eigin landsfundar gat ég ekki með góðri samvisku stutt hann lengur og að vona að núverandi ríkisstjórn sitji áfram er hryllileg tilhugsun sem ég vil ekki hugsa til enda. Já Jón Sigurðsson var kurteis og málefnalegur í sjónvarpinu og er sjálfsagt hin besti maður. En ég er hræddur um að það dugi ekki að hafa góðan vilja þegar flokkur er að daðra við íhaldið. Hvernig fór með ætlan Framsóknar að setja í stjórnarskrá að auðlyndir hafsins væru sameign þjóðarinnar?
Jakob Falur Kristinsson, 29.4.2007 kl. 23:15
Svo vill til að Jón Sigurðsson er í mínu kjördæmi. Ef einhver ætti erindi á
okkar Alþingi þá er það Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins.
Honum hefur tekist að sameina flokkinn á undra skömmum tíma og hans
framtíðarsýn fyrir Ísland er einmitt á þeim þjóðlegum nótum sem ég vill
Íslandi. Hlakka því til að styðja Jón Sigurðsson í komandi kosningum!!!!!!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 00:39
Get sagt svipaða sögu og þú Jakop var í flokknum lengi og starfaði þar. Hrökklaðist á brott vegna skoðana minna í Evrópumálum.
Það hefur áhrif á mig að Jón var skólastjóri í Bifröst þegar ég var við nám þar.
Hann er ákveðinn en aldrei ósanngjarn og líklegur til að koma fram erfiðum málum, það líkar mér. Er samt ekki á leið þangað inn aftur.
Hvað varð sjávaútveginn þá tel ég kvótakerfið illskárst en auðvitað stöðugar umræður um fyrirkomulag. Það sama verður að gilda um aðrar auðlindir í landinu ef á að greiða skatta af þeim.
Þarf aðallega skýrari grein í stjórnarskrá um að stjórnvöld megi aldrei selja frá sér auðlindir til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Annars ætla ég ekki að ræða þau mál frekar fyrir þessar korningar.
Með kveðju takk fyrir undirtektir
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 30.4.2007 kl. 01:59
Ég velti stundum fyrir mér meðaltalssiðferði þingmanna og ráðherra sem endurspeglast stundum í því að öllum er kennt að fara með sömu biluðu rulluna: "Þessi ákvörðun var rétt í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir." Þetta sögðu Sjálfstæðismenn um stuðninginn við Íraksstríðið. ENGINN þeirra hefur ENNÞÁ dregið neitt í land í því máli.
Framsóknarmennirnir ljúga núna allir sem einn með þetta Jónínu-mál. Jón Sigurðsson var þar ekkert undanskilinn í Kastljósinu og er því ekki hótinu betri en hinir. Það er hreinlega aumkvunarvert að horfa upp á það hvernig siðferðið er hjá stjórnmálamönnum þessa síðustu daga fyrir kosningar. Logið blákalt framan í alþjóð í þeirri von að lygin haldi bara fram yfir kosningarnar. Eftir það eru menn hólpnir!
Haukur Nikulásson, 30.4.2007 kl. 08:42
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar ég heyrði að Össur Skarphéðinsson, af öllum mönnum, hefði farið gegn formanni sínum og Guðrúnu Ögmundsdóttur og kallað það "léttan skandal" að kærasta sonar Jónínu Bjartmarz hefði fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. En Össur, hin tifandi tímasprengja í kosningabaráttu Samfylkingarinnar, stóðst ekki mátið þegar hann sá tækifæri á að komast þarna aðeins í fréttirn
Ingibjörg Sólrún tók málefnalega og vandaða afstöðu til málsins í kvöldfréttum og sýndi að hún er ábyrgur stjórnmálaleiðtogi. Guðrún Ögmundsdóttir hefur talað um málið sem "storm í vatnsglasi" og sagði í kvöld að stúlkan hefði frekar goldið en notið tengslanna hefðu þau legið fyrir. Bjarni Ben. sagðist ekki gera Össuri til geðs að virða þetta upphlaup hans svars.
Ég sagði Össur af öllum mönnum og það kallar á útskýringar. Önnur skýringin er sú að Össur hefur þráfaldlega stært sig af því að hafa notið sértakrar fyrirgreiðslu af hálfu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, þegar hann var að ættleiða dóttur sína frá Kólumbíu. Þetta hefur hann m.a. gert með þessum
orðum á heimasíðu sinni:
Birta hvessti á hann augun og mótuð af umræðunni spurði hin tæra barnssál: "Er Davíð vondur maður?" Ég tók á allri minni rökfræðilegu snilld til að skýra út fyrir barninu að hann væri alls ekki vondur maður nema síður væri. Hann hefði meira að segja reynst henni vel þegar hún var ómálga barn útí Kolombíu og við lentum í klemmu.
Var þetta líka léttur skandall Össur? Ef ekki, hver var þá munurinn? Er hann ekki helstur sá að í þínu tilviki liggur fyrir að fyrirgreiðsla var veitt. Stóð sú fyrirgreiðsla öllum öðrum sem lent hefðu í sömu sporum jafngreiðlega til boða? Í tilviki Jónínu liggur fyrir að fyrirgreiðsla var ekki veitt, samkvæmt því sem þeir sem ákvörðunina tóku segja sjálfir.
Hin skýringin kemur svo hér: Rifjum upp þessi ummæli Össur Skarphéðinssonar á alþingi í umræðum um fjölmiðlamálið. Þá var hann að skiptast á orðum við Davíð Oddsson, velgjörðarmann fjölskyldu hans, eftir að Davíð hafði farið orðum um tengsl dóttur forseta Íslands við Baug. Össur
Við lendum oft í pólitísku skaki, alþingismenn, en eitt er það sem við höfum aldrei gert og aldrei farið yfir þau mörk, fjölskyldur okkar eru friðhelgar, börn okkar eru friðhelg. Menn tala ekki um börn alþingismanna og stjórnmálamanna og draga þau inn í umræðu eins og hæstv. forsrh. gerði í gær.
Ath. Tekið úr: hux.blog.is
Með kveðju og takk fyrir innlitið
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 30.4.2007 kl. 09:24