30.4.2007 | 14:10
Helmingur Íslendinga tengjast áfengisneyslu?
Rannsóknir hafa sýnt ótvírætt að frjáls sala áfengis eykur drykkju og á við hér á landi. Ísland er þar ekki undantekning. Í Suður-Evróðu þar hafa menn áhyggjur af ofneyslu áfegnis og eru að reyna fyrirbyggjandi aðgerðir. Umrædd svæði þarna suður frá eru með mikla vínræktun og ódýrt vín. ESB hefur og ætlar að taka á þessum áfengisvanda með marvissum aðgerðum. Ennþá heyrist lítið um það í fréttum.Ekki er ofmælt að 10% landsmanna hér á landi eigi við áfengis- og eiturlyfja vanda að ræða. Er auðvelt dæmi að reikna. Tíu prósent af þrjúhundruð þúsund manns eru þrjátíu þúsund manns hér á landi. Ekki er ofreikanða að stófjölskylda hvers og eins sé a.m..k fimm manns. Fimm sinnum 30.000 manns eru þá eitthundarað og fimmtíu þúsund manns sem tengjast vímuefnum og því böli sem þau valda. Tekið skal fram að íslendingar eru ekki alveg þrjú hundruð þúsund en skakkar ekki miklu.
Fleiri Svíar deyja áfengistengdum dauðdaga eftir inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar Púkinn las fyrirsögnina hélt hann að þú ætlaðir að tala um að helmingur Íslendinga hefði komið undir þegar foreldrarnir voru drukknir......
Púkinn, 30.4.2007 kl. 15:22
Íslendingar hafa alveg gefist upp fyrir áfengisdýrkun. Það er mjög skrýtið að menn skuli þá vera með þetta offors gegn ólöglegum vímuefnum sem miklu minni skaða valda en áfengið þrátt fyrir allt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 00:01
Einn þekkstasti geð og sállækningasérfræðingur Norðmanna heldur fram sömu skoðn og þú og rökstyður hana í bók sinni RUS: (Bruk, motiver, skader, behandling, forebygging, historikk)
Hann segir að fjölmiðlar noti offorsið gegn ólöglegum eitulyfjum til að fela þennan alvarlega vanda sem áfengisneysla er orðinn í veröldinni. Að framleiðendur áfengis hafi þar bein áhrif með fjármagni.
Tek fram að ekki er verið að réttlæta eitulyfjanorkun en hún er ca. 10% af vanda vímuefnanotkunar þegar áfengi er tekið inn í myndina.
Með kveðju og takk fyrir ath.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 02:52
Gleymdi nafninu á hinum þekkta geðlækni en hann heitir Hans Olav Fejkjær.
Með kveðju.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 1.5.2007 kl. 02:54