1.5.2007 | 07:27
Gleðilega hátíð - verkakýðsdaginn!
Undirrituð kemst alltaf í baráttuhug á verkalýðsdaginn. Las ung kommonistaávarpið sem þótti frelsisbók kúgunar á sínum tíma. Eins og flest mannanna verk gekk stefna bókarinnar sér til húðar og olli milljónum manna fangelsi og dauða.
Persónulega á undirrituð blendnar tilfinningar um 1. maí. Tók þann dag stúdentspróf það síðasta frá Bifröst. Hin minningin er meira í takt við daginn. Þann dag fyrir áratugum sagt upp vinnu fyrir að leyfa sér að biðja um launahækkun og fylgja því eftir. Uppsögnin átti eflaust að vera viðvörun til hinna, að ekki væri ráðlegt krefjast hærri launa.
Viðburður dagsins í Morgunblaðinu eru ljóð skáldsins Mattíasar Jóhannessen sem eru ort af hans alkunnu snilli. Þeir sem ekki kaupa Mbl. ættu að verða sér úti um blaðið til að komast í stemmingu á verkalýðsdaginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 07:32 | Facebook